[Óskast] Hvar fæ ég 20L gerjunarflösku (Carboy)

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
Gummi Kalli
Villigerill
Posts: 32
Joined: 20. Aug 2014 19:32

[Óskast] Hvar fæ ég 20L gerjunarflösku (Carboy)

Post by Gummi Kalli »

Er einhver sem á 20L gerjunarflösku og er til í að selja eða er hægt að kaupa þær einhvertaðar? Virðast flestar vera 23L.
í gerjun: Alltaf eitthvað
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: [Óskast] Hvar fæ ég 20L gerjunarflösku (Carboy)

Post by hrafnkell »

Er einhver sérstök ástæða fyrir að 23l gengur ekki? Í hvað ætlarðu að nota hana?
Gummi Kalli
Villigerill
Posts: 32
Joined: 20. Aug 2014 19:32

Re: [Óskast] Hvar fæ ég 20L gerjunarflösku (Carboy)

Post by Gummi Kalli »

Ég er með 20l af lager bjór sem ég ætla fleyta yfir í carboy fyrir secondary fermentation og vil takmarka loftrými eins og ég get.
í gerjun: Alltaf eitthvað
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: [Óskast] Hvar fæ ég 20L gerjunarflösku (Carboy)

Post by æpíei »

Þessar 23 lítra flöskur eru nokkuð standard fyrir 20 lítra lögun. Skil hvað þú ert að hugsa. Ég fleyti ekki oft á secondary, en ef ég geri það set ég yfirleitt smá sykurlausn með. Það ýtir út lofti sem er ofan á bjórnum. Myndi ekki hafa of miklar áhyggjur af þessari stærð. Athugaðu hvort Hrafnkell er ennþá með BetterBottle flöskuna úr plasti. Mæli hiklaust með henni. Mér finnst alltaf hálf scary að vinna með þessar stóru gler-carboy.
Gummi Kalli
Villigerill
Posts: 32
Joined: 20. Aug 2014 19:32

Re: [Óskast] Hvar fæ ég 20L gerjunarflösku (Carboy)

Post by Gummi Kalli »

Já, það er fín hugmynd.

Ég er s.s. að lesa bókina How to Brew eftir John Palmer. Hann talar um tvær stærðir af carboy.

"There are two sizes commonly available, a 6 1/2 gallon size that is perfect for primary fermentations and a smaller 5 gallon size which is ideal for secondary fermentation.".

Ég fleyti yfirleitt ekki í secondary heldur, en ég er að gera lager sem á eftir að taka þónokkrun tíma og mig langar að geta fylgst betur með gerjuninni. Ég vil ekki hafa bjórinn of lengi ofan á kökunni heldur. Það er líka eitthvað sem hann (Palmer) mælir með að forðast.

"Off flavors associated with sitting on the trub typically take a couple weeks to develop. Although removal of the trub from the fermentation is not critical, it is a factor to keep in mind in your quest for the perfect batch."

Er ég ekki á réttri leið með þetta?

Takk annars fyrir allt input. Ég er ekki orðinn sérfræðingur ennþá og fylgi því bókinni í blindni. Öll ráð eru svo mjög vel þegin :)
í gerjun: Alltaf eitthvað
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: [Óskast] Hvar fæ ég 20L gerjunarflösku (Carboy)

Post by Eyvindur »

Þetta með gerkökuna eru gamlar bábiljur, komnar úr stóru brugghúsunum, sem menn eru óðum að hætta að taka mark á. Samanburðartilraunir hafa verið gerðar hjá ýmsum heimabruggurum, og menn eru almennt sammála um að gerkakan skipti engu máli. Ég held að rótið á bjórnum í fleytingunni, ásamt aukinni sýkingarhættu, sé líklegra til að koma niður á gæðum en að skilja hann eftir í nokkrar vikur á gerkökunni. Í þetta eina skipti sem ég hef gert lager hafði ég hann alveg óhreyfðan og felldi bara hitastigið, og hann var dável heppnaður, fannst mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Gummi Kalli
Villigerill
Posts: 32
Joined: 20. Aug 2014 19:32

Re: [Óskast] Hvar fæ ég 20L gerjunarflösku (Carboy)

Post by Gummi Kalli »

Já, takk fyrir þetta. Þetta er í nokkru samræmi við aðrar heimildir sem ég hef verið að kynna mér. Hann segir reindar líka eftirfarandi:

"As a final note on this subject, I should mention that by brewing with healthy yeast in a well-prepared wort, many experienced brewers, myself included, have been able to leave a beer in the primary fermenter for several months without any evidence of autolysis. ".

Notaðir þú ekki diacetyl rest? Ég er að hafa smá áhyggjur af því að kælirinn hjá mér er á hæsta hitastigi og rétt tollir á 11°-12° - sem er fínt fyrir S-23 miðað við það sem ég hef lesið-. Lítur ekki út fyrir að ég nái því nema með hitastýringu.
í gerjun: Alltaf eitthvað
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: [Óskast] Hvar fæ ég 20L gerjunarflösku (Carboy)

Post by Eyvindur »

Jú, ég ákvað að gera diacetyl rest, til öryggis. Menn hafa skiptar skoðanir á því hvort það þurfi, en mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa á því að hækka hitann í 2-3 daga fyrir lageringu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply