Verslaði í grunninn frá brew.is úr uppskrift að Hvítum Slopp - en í stað T-58 Gers fer í þetta WLP300 (Hefeweisen ale yeast) blautger ásamt því að ég ættla að setja Þurkaðann appelsínubörk útí líka.
Þessa "uppskrift" fékk ég hjá félaga mínum - veit ekki hvort þetta hafi komið héðan af spjallborðinu eða annarstaðar frá.
Ég er með nokkrar spurningar sem væri geggjað að fá svör við sem fyrst þar sem ég er að fara að skella í lögn núna, byrja á bilinu kl 20:00-21:00.
nr 1. þar sem ég hef ekki enþá haft tök á að versla mér kælispíral, er mér þá óhætt að hella virtinum beint yfir í gerjunarfötu eftir suðu og setja þá fötu t.d. ofaní baðkar í kalt vatn til að kæla þetta hraðar niður? eða er mælt með því að bíða þar til daginn eftir?
nr 2. hefur einhver hérna reynslu af því með hvítann slopp hvort best er að fylgja uppskriftini með að setja alla humlana í 60 min eða hvort betra er að geyma kanski eins og 10gr fyrir síðustu 15 min?
nr 3. hefur einhver hérna notað appelsínubörk í hvítann slopp? ef svo, er þá betra að setja hann í á síðustu mínutu suðunar eð akanski 5 min fyrr?
ooog nr 4. á brew.is segir að sjóða eigi í 90 min. en ekki þessar normal 60 min - væntanlega er þar verið að tala um bara 90 min samfelt suðu og skella þá humlum í þegar 60 min eru eftir af þeim 90 min.
Afsaka fáfræði mína og vonast ég til að fá svöru við einhverjum af þessum spurningum allavega


Takk fyrir
