High gravity bruggun

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

High gravity bruggun

Post by gm- »

Þarf að brugga nokkra skammta "fyrir almenning" í sumar, svo ég ákvað að prófa aðferð til að auka afköstin mín aðeins þar sem mér finnst nokkuð leiðinlegt að brugga þessa uppskrift.

Uppskriftin er semsagt þessi: http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2733
en undanfarið hef ég bætt við 500 gr af carahelles í staðinn fyrir 500 gr af pale og bætt við eins og nokkrum grömmum af black malt til að fá gullnari lit.

Ég ákvað að reyna að fá 50 lítra útúr venjulegri 25 lítra suðu. Þannig að ég rúmlega tvöfaldaði allt kornmagn og endaði með þetta:

4.2 kg Pilsner
3.5 kg 2-row
0.5 kg carahelles
0.02 kg black malt
0.4 kg sykur

Þetta endaði í 1.088. Humlaði svo ríflega, uppí 40 IBU skv beersmith þar sem ég hef heyrt að maður fær minna útúr humlunum í svona stórum bjórum.
Splittaði svo þessum 25 lítrum í 2 carboy, og toppaði upp með vatni og endaði með 50 lítra af 1.044 bjór. Gerjaði með 11 gr af US-05 í hvern skammt.

Þetta gerjaðist frekar hratt og ég hugsa að ég smelli þeim á kút á morgun, verður áhugavert hvort þetta komi þokkalega út. Vona að þetta komi nógu vel út til að fólk geti skellt í sig í nokkrum veislum, þarf ekki að vera frábært :skal:
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: High gravity bruggun

Post by Plammi »

Hrifinn af svona efficiency pælingum. Sjálfur næ ég varla meira en einni bruggun á mánuði þannig að þetta er eitthvað sem vert er að prófa.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: High gravity bruggun

Post by bergrisi »

Áhugaverð tilraun. Vel þess virði að prufa. Held að ég prufi þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: High gravity bruggun

Post by gm- »

Þetta heppnaðist bara mjög vel, allavega í svona léttum ljósum bjór. Gestirnir voru hæstánægðir. Búinn að vera í smá bruggfríi, en bruggaði annan svona tvöfaldan skammt af þessum í síðustu viku og ætla að reyna að brugga aðra uppskrift með þessari aðferð á laugardaginn.

Keypti nýlega American farmhouse ger og ætla að prófa að brugga svoleiðis bjór. Á sama tíma ætla ég að fá Light IPA/Session IPA útúr sömu bruggun.

Uppskriftin:
Recipe: Funky farm / Light IPA
Style: American Farmhouse/ American Pale Ale

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 6.22 gal
Post Boil Volume: 5.72 gal
Batch Size (fermenter): 10.50 gal
Bottling Volume: 10.25 gal
Estimated OG: 1.052 SG
Estimated Color: 4.5 SRM
Estimated IBU: 40.7 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72.00 %
Est Mash Efficiency: 73.7 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
6.50 kg Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 68.8 %
1.20 kg Vienna Malt (3.5 SRM) Grain 2 12.7 %
1.00 kg Wheat Malt, Ger (2.0 SRM) Grain 3 10.6 %
0.50 kg Caramel/Crystal Malt - 10L (10.0 SRM) Grain 4 5.3 %
0.25 kg Cara-Pils/Dextrine (2.0 SRM) Grain 5 2.6 %
50.00 g Nugget [13.00 %] - Boil 60.0 min Hop 6 28.3 IBUs
60.00 g Simcoe [13.00 %] - Boil 5.0 min Hop 7 6.8 IBUs
60.00 g Zythos [10.90 %] - Boil 5.0 min Hop 8 5.7 IBUs
60.00 g Simcoe [13.00 %] - Steep/Whirlpool 0.0 Hop 9 0.0 IBUs
60.00 g Zythos [10.90 %] - Steep/Whirlpool 0.0 Hop 10 0.0 IBUs

1 carboy fær svo WLP670 American Farmhouse Blend meðan hinn fær gamla góða US-05.

Ætla að láta farmhouseinn malla fram á næsta vetur til að fá gott funky brett bragð, á meðan ég ætla að drekka hinn sem fyrst núna í sumarhitunum.
Post Reply