Þá er komið að því. Nefnd um reglur og tilgang félagsins skilar hér drögum sem voru ákveðin á mjög þungum fundi í júní. Síðan þá hefur blaðið verið heima hjá Eyvindi því hann var beðin um að skrifa reglurnar upp. Hann tók það upp tvisvar, fyrst til að sníta sér og svo einu sinni þegar klósettpappírinn var búinn. Ég fékk svo það verkefni að skrifa það upp.
Tilgangur félagsins
Sameina áhugamenn um gerjun
Miðla þekkingu á gerð gerjaðrar matvöru og menningu henni tengdri
Stuðla að bættri ímynd heimagerjaðra matvæla
Berjast fyrir rýmri og skýrari lögum um gerð áfengra drykkja
Reglur
Fundir fyrsta mánudag hvers mánaðar
Félagið tekur skýra afstöðu gegn eymingu í heimahúsum
Hver félagsmaður má aðeins gegna embætti í tvö ár
Viðburðir á vegum félagsins eru aðeins fyrir félaga nema annað hafi verið ákveðið á félagsfundi
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert
Félagsmaður telst sá sem hefur skráð sig í félagið og greitt árgjald
Beita sér fyrir innfluttningi á fleiri vörutegundum til gerjunnar. Svo sem Vín, Bjór, Osta og Brauðgerðar.
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Til hvers að versla við Ámuna? Það virðist enginn hafa minni áhuga á að auka vöruúrvalið á landinu en þeir. Nú, ef þeir vilja það ekki, þá missa þeir bara bissnessinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Fyrir utan hversu lítil bruggun er í gangi (að ég held a.m.k.), þá veit maður ekki hvort að vöruúrval sé eitthvað sem að hægt er að reka fyrirtæki á .... því miður þá erum við svo lítill markaður að það er ekki burðarþol fyrir mikið vöruúrval hjá verslunum nema að það myndi breytast eitthvað í lögunum (sem að fágun stefnir á) sem myndi valda því að bruggun yrði mun algengari og tíðari.
Eyvindur wrote:Til hvers að versla við Ámuna? Það virðist enginn hafa minni áhuga á að auka vöruúrvalið á landinu en þeir. Nú, ef þeir vilja það ekki, þá missa þeir bara bissnessinn.
Ég nefndi Ámuna aðeins sem dæmi; hefði allt eins getað verið Vínkjallarinn eða einhver önnur verslun sem ég hef ekki heyrt um. Er ekkert sérstaklega hrifinn af þeim, en Vínkjallarinn hefur verið lokaður vegna veikinda í þau skipti sem ég hef skotist þangað... Þá eru ekki margir staðir eftir, a. m. k. ekki sem mér er kunnugt um (fyrir utan Hólabúðina á Akureyri).
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Eyvindur wrote:Til hvers að versla við Ámuna? Það virðist enginn hafa minni áhuga á að auka vöruúrvalið á landinu en þeir. Nú, ef þeir vilja það ekki, þá missa þeir bara bissnessinn.
ég hringdi í Ámuna fyrir ca mánuði síðan og þá sagði gaurinn sem að ég talaði við að þeir væru í viðræðum við sína byrgja úti um að taka inn bygg og humla til reynslu. Hafið þið eitthvað heyrt um þetta?
Þeir sögðu mér líka fyrir 2 mánuðum að þeir voru hættir við þetta sökum þess að það er of flókið að geyma þetta....
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Félagið tekur skýra afstöðu gegn eymingu í heimahúsum
Er ekki venjulegt i í eiming?
Flókið að geyma humla í frysti og kornið í lokuðum umbúðum? Svo þyrftu þeir náttúrulega að byrja að vera með einhvern kæli fyrir gerið... finnst kjánalegt að sjá þetta í einhverjum svona hillum.
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Ekki eins og það þarf risa kistu undir humla, í sportbúðinni geymum við makrílinn (beituna) í kistu sem er 1,2m á hæð cirka & svo eru málin held ég 60x60cm. Bara rétt svipað og litlu kegeratorarnir eru
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Er aðeins að gramsast í því að reyna að koma þessu félagi á laggirnar.
Sýnishorn af samþykktum fyrir félagasamtök. (Atriði sem verða að koma fram í samþykktum/lögum félagasamtaka)
1.gr.
Félagið heitir Fágun - Félag áhugamanna um gerjun
2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í X
3. gr
Tilgangur félagsins er X ***
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að….
5. gr.
Stofnfélagar eru: (Hér þarf nöfn, heimilisföng og kennitölur allra stofnenda).
6.gr.
Félagsaðild
Hér kæmi fram hverjir hafa rétt á að ganga í félagið og hvort einhverjar takmarkanir eru á inngöngu í félagið.
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð X mörgum félagsmönnum þ.e. formanni og X mörgum meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til X margra ára í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Daglega umsjón félagsins annast X
Firmaritun félagsins er í höndum: (t.d. stjórnarformanns, meirihluta stjórnar, allrar stjórnar sameiginlega).
8. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
9. gr.
Árgjald félagsins er X og skal það innheimt…… (ef ekki er um árgjald að ræða þarf að taka fram hvernig fjármögnun félagsins er/verður ef félagið hyggst hafa eignaumsýslu með höndum.)
10. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið… (t.d. í samræmi við tilgang félagsins, í þágu tiltekinna utanaðkomandi þriðja aðila annarra en félagsmanna sjálfra)
11. gr.
Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi/stjórnarfundi (velja annað hvort) með einföldum/auknum meirihluta (velja annað hvort og ef er valið “auknum” þarf að tilgreina hversu aukinn meirihlutinn á að vera) og renna eignir þess til... (e-r nánar tilgreindur aðili, félag/samtök er t.d. starfa í svipuðum tilgangi. Markmið áhugamannafélaga er ekki að afla félagsmönnum eigna og samrýmist það því ekki tilgangi slíks félags að ráðstöfun eigna við slit þess sé til félagsmanna sjálfra.)
Hér kæmu aðrar greinar í samþykktunum/lögunum sem félagið hefur sett sér sjálft.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi…
Dagsetning og undirskriftir allra stofnenda eða stjórnarmanna.
** Skv. lögum um fyrirtækjaskrá nr. 17/2003 skal ríkisskattstjóri skrá og gefa út kennitölu á félög, samtök og aðila, aðra en einstaklinga, sem hafa með höndum eignaumsýslu, eru skattskyldir eða bera aðrar skattalegar skyldur.
Ég held að við þurfum að koma reglunum svona frá okkur til að þetta verði nokkurntíman löglegt.
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.