Fyrir valinu varð norður-enskt brúnöl sem ég hef kosið að kalla Lumley, eftir stað sem ég bjó einu sinni á í nágrenni við Newcastle. Ég hef gert þennan bjór áður og hann hefur fengið mjög góðar móttökur hjá nær öllum. Meia að segja fólk sem drekkur ekki "dökkan" bjór er hrifið af honum. Hann er í grunninn byggður á uppskrift úr Brewing Classic Styles, Nutcastle bls. 151, aðlagaður aðeins og því hráefni sem ég fæ hér. Uppskriftin er eftirfarandi, allt korn frá Weirman:
OG 1.052
IBU 25,9
Color 32,5
AVB 4,6%
23 lítrar, nýtni 69%, suða 60 mínútur
0,75 tsk Burton Salt
4,30 kg Pale Malt 2-row
0,60 kg Caramunch II
0,30 kg Melanoidin
0,25 kg Hveitimalt
0,08 kg Carafa Special II
43 g Golding, East Kent 60 mín
20 g Golding, East Kent 5 mín
Í fyrra skiptið sem ég geði hann notaði ég W1026 British Casc ale. Mér fannst það koma vel út, þó svo einhverjir hefðu sett út á það (takk nafni

Ég ákvað líka að minnka aðeins magnið af Carafa Special II frá fyrri útgáfu, fór úr 150 g í 80 g. Mér fannst bæði liturinn heldur dökkur og svo kom fram of mikið af þessu þunga bitra bragði Carafa Special II. Þessi er áætlaður 32 EBC í lit sem er í miðjunni miðað við þenna stíl.
Eins og áður sagði ætla ég að brugga hann á morgun, fimmtudag 10. júlí. Ég áætla að byrja um kl 17. Ég notað Braumeister tæki og sér það alfarið um meskinguna fyrir mig. Ég geri ráð fyrir að hún taki ca 2,5 tíma með öllu. Í heild geri ég ráð fyrir 5 tímum í þetta, vonandi klára um tíu leitið. Það eru allir velkomnir að líta við, sérstaklega nýliðar í bruggun eða þeir sem vilja sjá hvernig Braumeisterinn virkar. Sendið mér PM hér á æpíei fyrir addressu í 107 og símanúmer.
