Hjalti wrote:Mér datt það reyndar í hug í gær að setja hlutina í samband á mismunandi stöðum....
En er alveg víst að ég geti ekki keyrt 2 element á einni 10A grein? Er bara að spá í hvað maður hefur verið að gera heima hjá sér, rista brauð, hita vatn og hita kaffi samtímis og ekkert hefur hixtað....
Mér fyndist ekkert mál að tengja þetta á tvemur stöðum, en að tengja þetta á þremur er orðið helvíti leiðinlegt!
Eins og ég segi, ég held að þessi element séu ekki að draga þessi 2000W. Það er alveg séns að þú getir keyrt 2 element á 10A grein, en þá eru elementin ekki 2000W. Að keyra 2 element á 16A grein tel ég mjög lítið mál þar sem að eitt element dregur trúlega ekki 8A (ég neita að trúa því..!!)
Ef þú hefur 16A og 10A greinar hlið við hlið, þá getur þú tengt þetta þannig að 2 element fara á 16A og eitt element á 10A.
Hjalti wrote:
Þarf maður líka að skipta um víra ef maður breytir tenginu úr 10A í 16A?
Þú þarft fyrst að vita hvaða vírar eru þar fyrir, en það er alltaf öruggara að vera viss með 2.5q vír í 16A tengli. Muna bara að það þarf að skipta um kaplana sem að liggja á milli tengla líka.