Fyrsta bruggun - Fyrsta spurning

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
exovis
Villigerill
Posts: 6
Joined: 4. May 2014 16:13

Fyrsta bruggun - Fyrsta spurning

Post by exovis »

Sæl öllsömul,

Ef þessari spurningu hefur verið fleygt fram áður biðst ég afsökunnar, fann hana ekki við leit.

Málið er að ég er nýbúinn að taka mín fyrstu hænuskref inní bruggun, og skellti í 'Cooper's Real Ale' lögn. Mig er hinsvegar farið að gruna að ég hafi klúðrað þessu eftir að ég mældi hitastigið á rýminu og sá að það er svona á bilinu 12-14° (hitastig úti hefur áhrif). Ég kom höndum yfir hydrometer í dag (2 sólarhringum eftir blöndum) og fæ út úr mælingu 1.0035.

Svo ég býst við því að ég hafi tvær spurningar. Er rýmið of kalt ? Ef það er of kalt, sem ég geri ráð fyrir að valdi því að gerið sofni/deyi/? og gerjun byrji ekki. Ef svo er, er það í lagi að færa þetta til yfir í heitara rými og skella meira geri samanvið þegar vökvinn hefur náð æskilegra hitastigi (leiðbeiningar taka fram 20°)?

Með fyrirfram þökk,
Arnór
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Fyrsta bruggun - Fyrsta spurning

Post by Plammi »

Ættir að vera í góðu lagi, tekur bara lengri tíma við þetta hitastig. Mæli samt með að hækka hitann um nokkrar gráður og hafa það þannig í 2-3 vikur. Ekki bæta við geri.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
exovis
Villigerill
Posts: 6
Joined: 4. May 2014 16:13

Re: Fyrsta bruggun - Fyrsta spurning

Post by exovis »

Flotter, takk kærlega fyrir svarið.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fyrsta bruggun - Fyrsta spurning

Post by helgibelgi »

Sæll og velkominn í sportið :beer:

Hvernig ger notaðirðu? Þú getur googlað það og séð hvaða hitastig er mælt með fyrir það.

Ef þú notaðir gerið sem fylgdi með gæti mig grunað að það sé eldgamalt ölger. Það myndi ekkert skemma fyrir að færa fötuna yfir í örlítið heitara rými og jafnvel bæta við nýju geri, t.d. US-05 eða S-04 (bæði ger sem gefa frekar hreinan karakter). Það er samt alls ekkert nauðsynlegt að bæta við gerinu, líklega mun gerið sem fylgdi með klára verkið.

Ég spái því hins vegar að þessi bjór verði ekkert meistaraverk, þessi kit einfaldlega bara ná því sjaldan. Ef þú hefur aðstöðu til þess mæli ég með að þú komir þér upp all-grain kerfi! Annars eru þó nokkrir hérna inni sem hafa tekist að búa til góðan kit/extract bjór sem gætu gefið þér góð ráð.
Post Reply