Þannig er mál með vexti að ég verð á landinu í c.a. 2 vikur í lok mars, og hefði mikinn áhuga á að hitta fágunarmeðlimi og spjalla um brugg á íslensku.
Ég var því að spá í hvort það væri áhugi fyrir því að halda óhefðbundinn fágunarfund sunnudaginn 23. mars og smakka og spjalla?
Ætla að reyna að koma með allavega 4 gerðir af bjór frá mér með, og gríp kannski einhverja góða IPA héðan með líka.
Hvernig legst þetta í mannskapinn? Og hvar væri best að hittast?
Já því miður, var í takmörkuðu netsambandi á klakanum, og svo komu nokkrir óvæntir hlutir uppá. Heimta bara góðan fund næsta desember/janúar þegar ég verð á klakanum næst.