Góðan daginn.  Fyrst það er svona rólegt hérna þá vil ég henda inn smá vangaveltum hjá mér.
Ég ætlaði að gera bjór á morgun en þarf óvænt að fara að vinna um hádegi svo ég næ ekki fullum bjórgerðardegi. Svo ég ætla að prufa að meskja í kvöld en sjóða á morgun.  Er eitthvað sem mælir gegn því?  Var að spá í hvort að einhver efni losni úr virtinum þegar hann bíður í hálfan sólarhring áður en suða hefst.  Er að gera reyktan porter úr BCS og hafði hugsað mér að geyma virtinn suðupottinum í nótt og kveikja svo undir snemma á morgun.
			
			
									
						
							





