Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by sigurdur »

Ég hef svo gaman af tilraunum, að ég ákvað að gera enn eina tilraun.
Ef þessi tilraun virkar, þá verður þrif mun minna vesen en það hefur verið hingað til.
phpBB [media]


Pokarnir eru framleiddir af Plastprent og fást í Tandur. Þeir eru matvælaöruggir (líka fyrir áfenga drykki).
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by bergrisi »

Þetta var skemmtilegt.

Geturu sett inn hvaða pokar þetta eru nákvæmlega svo maður kaupi örugglega rétta stærð og týpu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by sigurdur »

http://tandur.is/is/product/plastpokar-65x85-cm" onclick="window.open(this.href);return false;

There you go :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by bergrisi »

Takk fyrir þetta.

Var að skoða þetta á erlendum síðum og þá töluðu menn um að þeir væru að nota Turkey poka og þeir væru að rifna. Sumir að nota þá tvo poka.
Vonandi virka þessir vel því tryggara hreinlæti og minni vinna er eitthvað sem er mjög spennandi.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by Eyvindur »

Pokinn ætti nú varla að rifna nema menn séu að hamast mikið í þeim. Ef hann er þétt utan við fötuna ætti ekki að vera mikill þrýstingur á pokanum sjálfur (að því gefnu að hann passi mjög vel).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by gm- »

Engin hætta á plastbragði?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by sigurdur »

Ekki meira plastbragði en úr gerjunarfötunni ..
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by bergrisi »

Hvað kostaði rúllan?
Sé engin verð á síðunni.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by hrafnkell »

Það eru klárlega til pokar fyrir þetta í plastprent líka, á móti ölgerðinni (aðalinnganginum). Veit ekkert um verð, en vert að athuga, sérstaklega ef einhverjum vantar aðrar stærðir.


Ég hugsa að ég myndi sótthreinsa allt hvort sem er, þannig að ég er ekki sannfærður um hagræðinguna af þessu :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Ég hugsa að ég myndi sótthreinsa allt hvort sem er, þannig að ég er ekki sannfærður um hagræðinguna af þessu :)
Ég áætla að pokarnir séu hreinir þegar maður opnar þá .. en jafnvel þótt þú myndir sótthreinsa, þá ertu SAMT að spara vinnu í þrif þegar þú ert búinn að gerja bjórinn.
Það er líka einfaldara að taka gerkökuna og hreinsa gerið .. (sleppur við krausen ruslið ef þú klippir pokann) :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by helgibelgi »

Ég er sannfærður!

Mun prófa þetta á næstunni. Ef þetta virkar vel ætti ég bara að þurfa að þrífa lokið á milli lagna. Ég hugsa að ég myndi einmitt sótthreinsa pokann hvort sem er, en það er lítil sem engin vinna: opna pokann, dýfa honum ofan í sótthreinsilausn og láta liggja í örfáar mínútur, taka hann síðan upp úr og láta leka af og svo koma honum fyrir ofan í fötuna.

Svo er hægt að skipta á pokum við félaga eftir gerjun, skiptast á gerpokum!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by hrafnkell »

Já nokkuð öruggt að þeir séu sótthreinsaðir þegar þeir eru opnaðir. Sennilega voru þeir nálægt bræðslumarki þegar þeim var rúllað upp, sem er um 150°C fyrir mörg plastefni. Það steindrepur allar pöddur.

Ég hugsa að ég nenni þessu ekki, því fyrir mína brugg- og átöppunardaga er þetta ekki að leysa nein vandamál. Tekur svo lítinn tíma að þrífa gerjunarfötur eftir gerjun og svona :)
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Að gerja bjór í plastpoka? Minnkaðu þrifin.

Post by Funkalizer »

hrafnkell wrote:Ég hugsa að ég nenni þessu ekki, því fyrir mína brugg- og átöppunardaga er þetta ekki að leysa nein vandamál. Tekur svo lítinn tíma að þrífa gerjunarfötur eftir gerjun og svona :)
Er það bara ég eða er læk takkinn farinn?
Þetta komment fær alla veganna læk frá mér...
Hvernig er svo að ná bjórnum af þessu? Sogast plastið ekki bara inn í syphon'inn ? :D
Post Reply