Pottarannsóknir

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pottarannsóknir

Post by sigurdur »

Idle wrote:Ég býst ekki við að fara út í all-grain nærri því strax, og enn síður stærri skömmtum en 10 til 15 lítra. Sendi póst til Fastus þegar ég byrjaði að svara hér, og fékk svarið sent um hæl.

Pottur 31,5 lítra, hæð 25, þvermál 40, kr. 12.452 m/10% afslætti (fullt verð 13.835 kr.). Það munar svo sem ekki öllu á verðinu, svo kannski maður verði bara við öllu búinn og taki 31,5 lítra pott. :)

Hann myndi þá væntanlega nægja fyrir 20 lítra skammta, all-grain eður ei?
Fór og kíkti í Fastus í dag, og svo að aðrir klikki ekki á þessu eins og ég, þessi 31,5L pottur er á 13 þús plús vsk.
50L potturinn er á 25 þús með vsk og þar af leiðandi hann aðeins hagstæðari heldur en 31,5L potturinn (krónur per líter).

Það ódýrasta sem að ég næ erlendis frá er potturinn á rúm 17000 með loki 32 kvart (30,3 lítrar), gert úr áli (frá update international). Potturinn sjálfur án loks er á 25 dali. (lok á 7-8 dali, S&H á 25ish. Í heild erlendis er verðið 58.41 USD og svo koma shopusa gjöldin, 9600 ..)
Ef gerð er einhver hóppöntun á potta þá er hægt að ná verðinu niður helling án efa.
Ef það vantar bara einn pott, þá er án efa best að fá pottinn hjá Fastus og enn betra ef maður getur reddað afslætti.

Idle, fékkstu einhvern kunningjaafslátt eða var þetta bara með klækjum sem að þú fékkst afsláttinn?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pottarannsóknir

Post by Idle »

sigurdur wrote:
Idle wrote:Ég býst ekki við að fara út í all-grain nærri því strax, og enn síður stærri skömmtum en 10 til 15 lítra. Sendi póst til Fastus þegar ég byrjaði að svara hér, og fékk svarið sent um hæl.

Pottur 31,5 lítra, hæð 25, þvermál 40, kr. 12.452 m/10% afslætti (fullt verð 13.835 kr.). Það munar svo sem ekki öllu á verðinu, svo kannski maður verði bara við öllu búinn og taki 31,5 lítra pott. :)

Hann myndi þá væntanlega nægja fyrir 20 lítra skammta, all-grain eður ei?
Fór og kíkti í Fastus í dag, og svo að aðrir klikki ekki á þessu eins og ég, þessi 31,5L pottur er á 13 þús plús vsk.
50L potturinn er á 25 þús með vsk og þar af leiðandi hann aðeins hagstæðari heldur en 31,5L potturinn (krónur per líter).

Það ódýrasta sem að ég næ erlendis frá er potturinn á rúm 17000 með loki 32 kvart (30,3 lítrar), gert úr áli (frá update international). Potturinn sjálfur án loks er á 25 dali. (lok á 7-8 dali, S&H á 25ish. Í heild erlendis er verðið 58.41 USD og svo koma shopusa gjöldin, 9600 ..)
Ef gerð er einhver hóppöntun á potta þá er hægt að ná verðinu niður helling án efa.
Ef það vantar bara einn pott, þá er án efa best að fá pottinn hjá Fastus og enn betra ef maður getur reddað afslætti.

Idle, fékkstu einhvern kunningjaafslátt eða var þetta bara með klækjum sem að þú fékkst afsláttinn?
Ég gleymdi einmitt að minnast á bölv... vaskinn... Honum vissi ég heldur ekki af fyrr en ég borgaði fyrir pottinn í gær - alls 15.246 kr. með loki.

Það var varla um neinn kunningjaafslátt að ræða, því ég hafði ekki heyrt um þessa verslun fyrr en ég sá minnst á hana í einhverjum þræði hér. Ég sendi þeim einfaldlega tölvupóst, og spurði um verð á nokkrum stærðum af pottum. Fékk sent tilboð í pottana (ásamt lok, sem mér láðist að nefna) um hæl, með 10% afslætti. Engir klækir þar - bara góðir sölumenn. :)

Sundurliðun reikningsins er svo:
  • Pottur 22l h26 þverm.32 - 11.484 kr, 10% afsl. 10.336 kr.
  • Lok á pott 32cm - 2.122 kr, 10% afsl. 1.910 kr.
  • Millisamtala: 13.606 kr.
  • Afsláttur: -1.361 kr.
  • Heildar ISK án VSK: 12.246 kr.
  • 24,5% VSK: 3.000
  • Samtals ISK með VSK: 15.246 kr.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pottarannsóknir

Post by Andri »

tjah þegar ég hringdi í þá buðu þeir mér einnig afslátt, ég veit ekki hvort það má túlka það sem góða sölumennsku að gefa hverjum sem er afslátt eða hvort að þeir séu bara að reyna að hreinsa þetta út eins hratt og hægt er. Það væri kanski flottara hjá þeim að lækka frekar verðið en að gefa öllum afslátt.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pottarannsóknir

Post by Andri »

Sölumaðurinn bauð mér afslátt bara upp úr þurru, bað um verð.. það var einhver 15 þús kall og svo sagðist hann ætla að láta mig fá 10% afslátt.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pottarannsóknir

Post by Idle »

Andri wrote:Sölumaðurinn bauð mér afslátt bara upp úr þurru, bað um verð.. það var einhver 15 þús kall og svo sagðist hann ætla að láta mig fá 10% afslátt.
Það er heldur alls ekki útilokað. Ekki ólíklegt að þeir séu enn að hagnast um 10% til 15% (og jafnvel meira, hvur veit!) við hverja sölu; heldur gefi álagningin þeim þetta ákveðna "svigrúm" til afsláttar til að "koma betur fyrir". Mér er svo sem sama - mér fannst þetta verð mun betra en +20.000 kr. fyrir sambærilegan pott - án loks. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Hjortur
Villigerill
Posts: 13
Joined: 23. Jul 2009 23:49

Re: Pottarannsóknir

Post by Hjortur »

50 L tunnan komin í gagnið sem pottur og virðist vera að svínvirka algerlega fríkeypis! Til nánari skýringar þá er þetta blá 50 L tunna sams konar og 100 l síldartunnurnar. Fékk gefins í hana 2 hita element úr Miele þvottavél hjá einhverjum þvottavélakalli. Smellti síðan í hana krana og vírsíu eins og ég er með í meski boxinu. Nú verður bara skrúfað frá eftir suðu og látið renna í gegn um zirron plate chiller í gerjunar ílát. Reikna með að gera formlegt test í næstu viku.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pottarannsóknir

Post by Eyvindur »

Snilld. Til hamingju með þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pottarannsóknir

Post by sigurdur »

Ég hef svolítinn áhuga á þessari tunnu þinni Hjörtur, hvar reddaðiru þessari tunnu (eða veistu hvar hægt er að kaupa þetta)?
Notaru bara þessa einu tunnu til að gera allt við virtinn?
Áttu myndir?
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Pottarannsóknir

Post by Hjalti »

Dittó á það sigurður.... þetta hljómar rosalega vel og myndi henta mér ótrúlega vel.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Pottarannsóknir

Post by valurkris »

Hernig er það, er ekki hægt að redda sér tómum bjórkút til að búa til pott úr, er vonandi að fara að fá element eftir helgi og það væri gaman að föndra elementið í botnin á kútnum
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pottarannsóknir

Post by sigurdur »

Jújú, en þú verður að hafa í huga það að ketillinn verður að hæfa bruggmagninu. Þessir kútar eru ekki sérlega stórir (20-30L max út úr Heiðrúnu, þó að brugghús hafi 50L innanhúss hjá sér) sem að takmarkar bruggmagnið sem þú getur framleitt (ef þetta er heitavatnspotturinn, þá myndu þessir 20 lítra kútar samsvara 15-17 lítra bruggmagni myndi ég áætla).

Ef þú ert að spá í málmpotti, þá finnur þú ekki ódýrari pott en hjá Fastus í 50L magni.

Ég er í hugleiðingum um hvernig skuli útbúa ódýran plastpott sjálfur til að sleppa við að kaupa hellurí öðrum þræði.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Pottarannsóknir

Post by valurkris »

Hvernig er það að þegar að maður síður í plasttunnunum í klukkutíma, kemur ekkert auka bragð af bjórnum
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pottarannsóknir

Post by Eyvindur »

Ekki ef þetta er "food grade" plast (merki á botninum á að gefa það til kynna).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply