Fór og kíkti í Fastus í dag, og svo að aðrir klikki ekki á þessu eins og ég, þessi 31,5L pottur er á 13 þús plús vsk.Idle wrote:Ég býst ekki við að fara út í all-grain nærri því strax, og enn síður stærri skömmtum en 10 til 15 lítra. Sendi póst til Fastus þegar ég byrjaði að svara hér, og fékk svarið sent um hæl.
Pottur 31,5 lítra, hæð 25, þvermál 40, kr. 12.452 m/10% afslætti (fullt verð 13.835 kr.). Það munar svo sem ekki öllu á verðinu, svo kannski maður verði bara við öllu búinn og taki 31,5 lítra pott.
Hann myndi þá væntanlega nægja fyrir 20 lítra skammta, all-grain eður ei?
50L potturinn er á 25 þús með vsk og þar af leiðandi hann aðeins hagstæðari heldur en 31,5L potturinn (krónur per líter).
Það ódýrasta sem að ég næ erlendis frá er potturinn á rúm 17000 með loki 32 kvart (30,3 lítrar), gert úr áli (frá update international). Potturinn sjálfur án loks er á 25 dali. (lok á 7-8 dali, S&H á 25ish. Í heild erlendis er verðið 58.41 USD og svo koma shopusa gjöldin, 9600 ..)
Ef gerð er einhver hóppöntun á potta þá er hægt að ná verðinu niður helling án efa.
Ef það vantar bara einn pott, þá er án efa best að fá pottinn hjá Fastus og enn betra ef maður getur reddað afslætti.
Idle, fékkstu einhvern kunningjaafslátt eða var þetta bara með klækjum sem að þú fékkst afsláttinn?