Gerhræra (stirplate)

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Gerhræra (stirplate)

Post by gosi »

Bjó til gerhræru í dag.
Fylgdi þessum leiðbeiningum, þau sömu og Hrafnkell http://brew.is/blog/2011/04/building-a-stirplate/ fylgir

http://www.rigacci.org/docs/biblio/onli ... -full.html

Læt hér inn nokkuð lýsandi mynd af verkefninu. Heildarkostnaður er eitthvað í kringum 3000kr.

Vifta 790kr úr tölvutek
Box 600kr úr Fjarðarkaup

Hér eru verðin ca því ég man þau ekki.
Íhlutir:
Seglar Neod 12x3 mm 6 í pakka 849kr
LM317T 350kr úr Íhlutum
Kæliplata 2W, ca 380kr úr íhlutum
1k 1/4W 15kr
1 uF pol rad 50vDC þéttir 20kr
0.1 uf þéttir 50VDC 10kr
Plata stripboard keypt fyrir löngu og man ekki verð.
Kaplar, man ekki stærð en mjög mjóir. Jafn mjóir og á viftunni.
Hægt að fara með hana til þeirra og þeir hljóta að geta aðstoðað mann því þetta eru gull af mönnum.

Húsasmiðjan og Byko: Hér eru verð ca því þau eru svo hlægilega lág.
Maskínuskrúfur 4x50mm 4stk flatur haus, langt undir 40kr
Rær 4mm 8stk, langt undir 10kr
Maskínuskrúfa 3x20mm 1stk, 2kr fyrir kæliplötuna
Ró 3mm, 2kr.

Góði hirðirinn:
12v 1A straumbreytir, 300kr.

Setti skrúfurnar í götin á viftunni í hvert horn. Svo setti ég rær undir viftuna til að festa hana.
Þar sem að boxið var aðeins of hátt og skrúfurnar ekki nógu langar þá setti ég ró á endana á
skrúfunum til að festa viftuna þegar ég loka boxinu. Loks festi ég kæliplötuna með límbandi
við boxið og boraði með 6-7mm bor í boxið til að festa stilliviðnámið.

Notaði límbyssu til að festa seglana.

Þannig að viftan, ásamt skrúfum, eru ekki alveg fastar þegar ég loka boxinu nema þegar ég hef rær á endana.

Vonandi skilst þetta nokkurn veginn.
Attachments
12v stilling.jpg
12v stilling.jpg (28.4 KiB) Viewed 3514 times
1.jpg
1.jpg (218.99 KiB) Viewed 3514 times
2.jpg
2.jpg (221.39 KiB) Viewed 3514 times
3.jpg
3.jpg (231.1 KiB) Viewed 3514 times
4.jpg
4.jpg (272.6 KiB) Viewed 3514 times
5.jpg
5.jpg (251.82 KiB) Viewed 3514 times
6.jpg
6.jpg (191.65 KiB) Viewed 3514 times

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Post Reply