Endurtekið efni í ársbyrjun (3 uppskriftir)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Endurtekið efni í ársbyrjun (3 uppskriftir)

Post by Classic »

Eftir langt jólafrí er kominn tími til að dusta rykið af pottinum góða. Planið er að brugga stíft í janúar áður en skólinn byrjar, og er það komið vel af stað, bjór nr.2 er að malla í pottinum nú þegar þetta er ritað.

Verkefni gærdagsins var einn úr Klassiker Klassiker-línunni. Hobgoblin clone sem er að fara í fimmta skipti í fötu hjá mér. Eitthvað varð ég kærulaus með uppskriftina þar sem ég hef gert hann svo oft og tók ekki eftir því fyrr en í OG mælingu að ég hafði byrjað með meira vatn en uppskriftin gerði ráð fyrir, svo OG slefaði ekki í 1,05, en er vanalega um 1,054. SÁEÖFÞH. Hef litlar áhyggjur af því að bjórinn verði vondur þó hann falli mögulega sunnan við 5% línuna.

Uppskrift:

Code: Select all

 Drysill - Extra Special/Strong Bitter (English Pale Ale)
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.051
FG: 1.016
ABV: 4.6%%
Bitterness: 21.4 IBUs (Rager)
Color: 17 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                       Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
       Pale Malt (2 Row) UK Grain  4.200 kg    Yes   No  78%%   3 L
 Caramel/Crystal Malt - 60L Grain 200.000 g    Yes   No  74%%  60 L
         Cara-Pils/Dextrine Grain 250.000 g    Yes   No  72%%   2 L
        Chocolate Malt (UK) Grain 140.000 g    Yes   No  73%% 450 L
Total grain: 4.790 kg

Hops
================================================================================
             Name Alpha   Amount        Use       Time   Form IBU
 Styrian Goldings 4.0%% 18.000 g First Wort 90.000 min Pellet 4.0
          Fuggles 4.7%% 18.000 g First Wort 90.000 min Pellet 4.6
 Styrian Goldings 4.0%% 18.000 g       Boil 30.000 min Pellet 5.9
          Fuggles 4.7%% 18.000 g       Boil 30.000 min Pellet 6.9
 Styrian Goldings 4.0%% 18.000 g      Aroma    0.000 s Pellet 0.0
          Fuggles 4.7%% 18.000 g      Aroma    0.000 s Pellet 0.0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use  Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 L 15.000 min

Yeast
================================================================================
                    Name Type   Form     Amount   Stage
 Wyeast - London ESB Ale  Ale Liquid 125.000 mL Primary
Gerið er líka tilbreyting, Wyeast 1968 í stað Nottingham áður. Maður verður alltaf aðeins að rugla í hlutunum ;)

Fyrir vikið er innihaldslýsingin á miðanum vitlaus, en bjórinn hefur samt áfram sama andlitið, sem fengið var að láni úr skrímslahandbókinni fyrir AD&D.
Image

Ilmurinn sem fyllir vit mín í kvöld samanstendur af 8 tegundum af malti í bland við Columbus og Cascade humla. IPA stílbrot, lítið eitt of dökkt, sem ég kalla Eirík rauða. 4.-6. sæti í IPA flokknum í keppninni í fyrra þrátt fyrir stílbrot, svo það sakar alls ekki að hella í nýja lögn til að njóta á nýjan leik. Aftur rugga ég bátnum með gerinu, 1217 West Coast IPA í stað US-05 áður.

Code: Select all

 Eirikur Raudi - American IPA
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 72%%
OG: 1.064
FG: 1.016
ABV: 6.3%%
Bitterness: 60.0 IBUs (Rager)
Color: 15 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                  Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Pale Malt (2 Row) Bel Grain  2.800 kg    Yes   No  80%%   3 L
           Munich Malt Grain  2.200 kg    Yes   No  80%%   9 L
              CaraHell Grain 200.000 g    Yes   No  75%%  10 L
             CaraAmber Grain 200.000 g    Yes   No  75%%  30 L
         CaraMunich II Grain 200.000 g    Yes   No  74%%  40 L
             CaraAroma Grain 200.000 g    Yes   No  72%% 120 L
               CaraRed Grain 200.000 g    Yes   No  75%%  20 L
    Cara-Pils/Dextrine Grain 200.000 g    Yes   No  72%%   2 L
Total grain: 6.200 kg

Hops
================================================================================
                   Name  Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 10.000 g Boil 60.000 min Pellet 21.7
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g Boil 20.000 min Pellet 11.0
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g Boil 10.000 min Pellet  7.1
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g Boil    0.000 s Pellet  5.4
                Cascade  6.0%% 15.000 g Boil 30.000 min Pellet  7.0
                Cascade  6.0%% 15.000 g Boil  5.000 min Pellet  2.3
                Cascade  6.0%% 15.000 g Boil 15.000 min Pellet  3.4
                Cascade  6.0%% 15.000 g Boil    0.000 s Pellet  2.1

Yeast
================================================================================
        Name Type Form    Amount   Stage
 Wyeast - West Coast IPA  Ale Liquid 125.000 mL Primary
Að auki verður bjórinn þurrhumlaður með sömu humlum í 7-10 daga eftir því hve fljótt nennan kemur í vikunni eftir þurrhumlun :)

Image

Viðeigandi, en þó ekki með ráðum gert, að smella þessum í fötu með svo stuttu millibili, þar sem Eiríkur rauði nútímans var einmitt söngvari hljómsveitarinnar Drýsils. Verður maður ekki að prófa, þegar báðir eru orðnir kolsýrðir og kaldir, að blanda þeim saman í kokkteil sem kallast Eiki Hauks?

Önnur skemmtileg, en ekki með ráðum gerð, staðreynd er sú að ekki skeikar nema einum degi á að bruggdagur Eika II lendi á ársafmæli Eika I. Ég hefði látið dagana stemma, en ég fékk ekki Cascade fyrr en í morgun.


Planið er að leyfa þessum ekkert að stoppa neitt allt of lengi á fötunum, því ég er með malað korn í tvo til viðbótar sem bíður meskingar. Sá fjórði er ný uppskrift og verður ekki skoðaður hér fyrr en síðar, en næst í röðinni er þessi hér:

Code: Select all

  Kristjania II - Classic Rauchbier
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.062
FG: 1.012
ABV: 6.5%%
Bitterness: 31.1 IBUs (Rager)
Color: 18 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
             Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Rauch Malt (GER) Grain  5.500 kg    Yes   No  80%%   2 L
        Carafa II Grain 200.000 g    Yes   No  70%% 412 L
Total grain: 5.700 kg

Hops
================================================================================
     Name Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Tettnang 4.4%% 50.000 g Boil 60.000 min Pellet 31.1

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary

Fyrri útgáfa var, ef ég man rétt, síðasti extrakt bjórinn minn, svo það eitt og sér er breyting á uppskriftinni að ég er að leggja korn í bleyti, ekki hella sírópi úr brúsa. Ég þyngdi hana líka umtalsvert, úr OG ca.1,05 í rúmlega 60, í von um að fá enn meira reykbragð. Fyrir vikið er bjórinn orðinn of sterkur fyrir stílinn, en gerið brýtur stílinn hvorteðer svo SÁEÖFÞH.

Rétt eins og með hina tvo þá er smáaletrið ekki alveg það sama á Netinu og verður á miðanum fyrir þessa uppskeru, en andlitið er hið sama þar sem reykurinn er tvíundirstrikaður með því að láta Stínu standa úti í smók fyir utan reykspúandi verksmiðu. Rauðu upphafsstafirnir eru svo til heiðurs Schlenkerla Marzen:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Endurtekið efni í ársbyrjun (3 uppskriftir)

Post by bergrisi »

Metnaðarfull byrjun á árinu og ég dýrka miðana hjá þér.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Endurtekið efni í ársbyrjun (3 uppskriftir)

Post by Classic »

Note to self: Muna að uppfæra alfasýruprósenturnar í Brewtarget þegar uppskriftir eru slegnar inn. Eiki er, ef marka má mælisýnið, heldur rammari en hann átti að vera, enda voru default alfasýruprósenturnar í brewtarget talsvert lægri en sú uppskera sem Hrafnkell er að selja í dag býður upp á. Í þokkabót var nýtnin undir, jafnvel þó hún hafi verið varlega áætluð til að byrja með... Stefnir í eðalfínan bjór samt, hann átti bara að vera nettari í beiskjunni og meiri í malti en raun stefnir í. Hrundi úr 1,060 í 1,015 eða 5,9%. Mælisýni Drýsilsins lofar góðu, gæti alveg trúað því að Fuller's gerið klæði hann betur en Nottingham. 1,048 urðu að 1,012 eða 4,7%.

Svo er Stína byrjuð að freta inni í skáp, byrjaði á því einhvern tímann í dag eftir að hafa verið soðin í gær. Pínu reykjarlykt úr skápnum, sem er viðeigandi í reyktum bjór. Dró aðeins úr humlunum frá því sem ég birti þarna að ofan til að halda sama IBU/GU hlutfalli og var í upprunalegu Kristjaníu (0,43). Negldi svo OG í 1,062. Veit ekki alveg hvert ég er að fara með nýtnina, sennilega er ég svona misduglegur að halda réttum hita, eða bara misnákvæmur með vatnsslönguna í byrjun. Reykurinn skein vel í gegnum alla sætuna í OG mælisýninu, svo þetta verður eflaust gott partí :beer:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply