Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Ég hef til sölu Sestos PID stýringu sem er tilvalin í bjórbruggun. Ég hef verið að nota hana sjálfur síðstu 2 ár en er að fara að uppfæra kerfið mitt og þarf því að losna við hana. Ég myndi einnig skoða það að selja stýriboxið sjálft með öllu ef einhver hefur áhuga. Mynd af boxinu má sjá hér (síða 1): http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=2058" onclick="window.open(this.href);return false;
Einnig á ég tæp 100gr af Northdown, Target, Challenger og EKG sem eru humlarnir sem notaðir eru í Fullers ESB clone. Ég keypti þá beint frá bretlandi og kostuðu þeir hálfan handlegginn !!. Ég sé ekki fram á að nota þá og því væri ég til í að selja þá áður en þeir renna út.
Kv, Raggi
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12