Mánudagsfundur Janúar 2014

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by helgibelgi »

Sælt veri fólkið og gleðilegt nýtt ár!

Minni á mánudagsfund á Kex Hostel á morgun mánudaginn 6. janúar kl. 20:30, litla salnum (hliðina á gym og tonic).

Við munum ræða viðburði ársins, heimsókn í Borg Brugghús, bjórgerðarkeppnina í Apríl og smakka bjór :)

Sjáumst þar :fagun:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by bergrisi »

Kemst því miður ekki. Bíð spenntur eftir Borgarheimsókn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
JoiEiriks
Villigerill
Posts: 18
Joined: 14. Apr 2013 03:01

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by JoiEiriks »

Sælir og gleðilegt nýtt ár, mæti með 3 tegundir bjóra fyrir smakkið ..

Kk // JE
Jóhann Eiríksson

Ölkelda brugghús.


Í gerjun: Citra IPA
Á flöskum: Citra IPA, English Bitter, Dry Stout, Belgian Strong Ale
Á kútum: kaupa keg system
Framundan: Dubbel, Saison
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by æpíei »

Mæti!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by hrafnkell »

Verður skráning í borgarheimsóknina á fundinum eins og síðast?
bjorninn
Villigerill
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by bjorninn »

Mæti!
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Verður skráning í borgarheimsóknina á fundinum eins og síðast?
Já, fullgildir meðlimir geta forskráð sig í ferðina á fundinum!

Það er pláss fyrir 40 manns og dagsetningin er 19. janúar
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by æpíei »

19. janúar er sunnudagur. Stemmir það?
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by flokason »

helgibelgi wrote:
hrafnkell wrote:Verður skráning í borgarheimsóknina á fundinum eins og síðast?
Já, fullgildir meðlimir geta forskráð sig í ferðina á fundinum!

Það er pláss fyrir 40 manns og dagsetningin er 19. janúar

Er ferðin í ár á sunnudegi?
Ef ég man rétt þá var hún síðast á föstudegi, sem rétt slapp upp á að gefa manni 2 daga til að jafna sig eftir hana fyrir vinnu!

Það er ekki hægt að heimsækja borg á sunnudegi
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by Eyvindur »

19. jan er dagurinn sem okkur er boðið að koma.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by hrafnkell »

Fattaði ekki að fundurinn væri á þrettándanum, komst ómögulega frá í kvöld...

Næli mér vonandi í sæti þegar skráning hefst :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by bergrisi »

Líst vel á þennan sunnudag og líklegast sá eini. Er í vaktarfrí fram á miðvikudag eftir Borgarheimsókn.

Verður sent út skráningarpóstur eins og síðast?

Hlakka mikið til.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by Classic »

bergrisi wrote:Líst vel á þennan sunnudag og líklegast sá eini. Er í vaktarfrí fram á miðvikudag eftir Borgarheimsókn.

Verður sent út skráningarpóstur eins og síðast?

Hlakka mikið til.
Ert alls ekki einn. Mikið auðveldara að hliðra helginni fyrir sunnudag en laugardag :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
elvar
Villigerill
Posts: 16
Joined: 30. Sep 2009 12:50
Location: Reykjavík

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by elvar »

Fínn tími ef hægt væri vildi ég skrá mig og Systu. Það var svo ævintýralega gaman í fyrra.
lífið er of stutt til að drekka vondan bjór
sinkleir
Villigerill
Posts: 12
Joined: 23. Nov 2009 13:29

Re: Mánudagsfundur Janúar 2014

Post by sinkleir »

Já, hvenær hefst skráningin í Borgarferðina? Ég væri helst til í að skrá mig sem fyrst til að missa ekki af :)
Post Reply