Hér er það sem ég setti saman:
1x 2.5 gal (10 lítra) kútur
1x Ball lock MFL gastengi
1x Picnic tap, bjórlína og tengi
1x 5 gal drykkjakælibox frá home depot
1x Kútacharger. Þetta er lítið stykki sem fæst á amazon t.d. og notar lítil kolsýruhylki fyrir loftbyssur (held að rjómasprautuhylki virka líka)

Hér er kútachargerinn, ég kolsýri venjulega bjórinn í keezernum mínum eða nota priming sykur, svo að chargerinn þurfi bara að sjá um að koma bjórnum í glas.

Hér er þetta allt samansett, nóg pláss fyrir stóran poka af klökum bæði undir og ofaná kútnum. Þannig helst bjórinn kaldur í 2-3 daga, jafnvel á heitum dögum.

Alls kostaði þetta um $120 eða um 15 þús kr, en það að drekka sinn eiginn eðalbjór í útilegu er priceless
