Stir plate

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Stir plate

Post by rdavidsson »

Sælir,

Ákvað að smíða mér stir plate fyrir blautgerið mitt þar sem ég ætla að gera lager bjór í næstu viku og því "nauðsynlegt" að eiga svona græju.

Íhlutir:
- Plastbox
- 500ohm stilliviðnám
- Rocketswitch
- 80mm tölvuvifta
- Kraftseglar
Heildar verð: 4 þúsund, allt keypt í Íhlutum.
Keypti flösku og stibar hjá Cetus, ein 2000ml flaska og 3 stirbar á 5 þúsund...

Hérna eru nokkrar myndir af smíðinni:
Image
Image
Image

Svo tók ég smá myndband af þessu í action :)
http://s1298.photobucket.com/user/rdavi ... a.mp4.html
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Stir plate

Post by Squinchy »

Þrusu flott hjá þér :)
kv. Jökull
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Stir plate

Post by helgibelgi »

Þetta er flott! Hvar fékkstu hræripinnann sjálfan?

Ég fór að þínu frumkvæði og rölti út í Íhluti í dag. Keypti þar stilliviðnámsgaur, on-off takka og segla. Hafði fengið (tóman) vindlakassa gefins í Drekanum sem ég tileinkaði í þetta hlutverk. Gömul tölvuvifta og smotterí úr byko. Hér eru myndir:
IMG691.jpg
IMG691.jpg (107.3 KiB) Viewed 11753 times
IMG692.jpg
IMG692.jpg (99.34 KiB) Viewed 11753 times
IMG694.jpg
IMG694.jpg (74.43 KiB) Viewed 11753 times
IMG696.jpg
IMG696.jpg (78.85 KiB) Viewed 11753 times
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Stir plate

Post by rdavidsson »

helgibelgi wrote:Þetta er flott! Hvar fékkstu hræripinnann sjálfan?

Ég fór að þínu frumkvæði og rölti út í Íhluti í dag. Keypti þar stilliviðnámsgaur, on-off takka og segla. Hafði fengið (tóman) vindlakassa gefins í Drekanum sem ég tileinkaði í þetta hlutverk. Gömul tölvuvifta og smotterí úr byko. Hér eru myndir:
Flottur kassi :) Ég keypti flösku og segulhrærurnar hjá http://www.cetus.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Það var reyndar bara hægt að fá 10stk í pakka, en við vorum 3 saman þannig að við skiptum bara kostnaðinum á milli okkar..
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Stir plate

Post by æpíei »

Ég varð að prófa þetta líka. Ég átti trékassa með loki sem er dálítið stór. Ég fékk því þá hugmynd að búa til ferðaútgáfu af stir plate. Allt fer innan í kassann þegar hann er ekki í notkun. Það stendur ekkert útúr honum nema hausar af 4 boltum sem halda viftunni. Þeir afmarka líka plássið sem glerið fer ofan á, akkúrat passlegt fyrir 1 lítra flösku. Þegar hann er í notkun er stjórnplatan sett í samband utaná og straumbreytirinn tengdur þar við. Það er enginn rofi því slökkt er einfaldlega með því að taka stjórnplötuna aftur úr sambandi. Ég er með 220 ohm stilliviðnám og fann svo nokkur önnur viðnám í skúffunni sem ég hliðtengi til að fá 50 ohm. 50 ohm er sem sagt minnsta viðnám sem gefur mestan hraða. Einfalt og gott! :D
Attachments
Hér er græjan í ferðaham
Hér er græjan í ferðaham
IMG_1838.jpg (46.16 KiB) Viewed 11644 times
Allir hlutirnir eru innan í kassanum
Allir hlutirnir eru innan í kassanum
IMG_1839.jpg (48.05 KiB) Viewed 11644 times
Hér sést stjórnplatan að neðan og innstungurnar á hliðinni á kassanum
Hér sést stjórnplatan að neðan og innstungurnar á hliðinni á kassanum
IMG_1843.jpg (47.53 KiB) Viewed 11644 times
Stjórnplatan komin á sinn stað og straumbreytirinn tengdur við
Stjórnplatan komin á sinn stað og straumbreytirinn tengdur við
IMG_1840.jpg (39.39 KiB) Viewed 11644 times
Action
Action
IMG_1842.jpg (69.59 KiB) Viewed 11644 times
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Stir plate

Post by helgibelgi »

Þetta er soldið sniðug hönnun hjá þér! Mjög flott!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Stir plate

Post by æpíei »

Ég uppfærði þetta hjá mér og setti betri stýringu á hana. Úfærsluna fékk ég hjá stirstarters.com. Mjög einfalt: einn regulator, stilliviðnám, þéttir og viðnám, keypt í Íhlutum á nokkra hundrað kalla. Ég finn mun á því hvernig hún er þýðari og ég hef betri stjórn á hraðanum eftir þessa breytingu.
Attachments
IMG_2401.jpg
IMG_2401.jpg (165.54 KiB) Viewed 11117 times
Post Reply