Bjórviss - Pörun á bjór og mat

Hér geta fagaðilar auglýst allt er viðkemur gerjun sér að endurgjaldslausu. Skilyrði er að þetta sé tengt áhugamáli okkar allra.
Post Reply
Sindri Þór
Villigerill
Posts: 3
Joined: 5. Dec 2013 20:18

Bjórviss - Pörun á bjór og mat

Post by Sindri Þór »

Sælir kæru meðlimir Fágun

Ég kom nýlega á legg litlu og krúttlegu námskeiði í pörun á bjór og mat. Námskeiðið kom til út frá matarblogginu mínu, Matviss.is, en þar hef ég verið með bjórumfjallanir, paranir á bjór og mat, og uppskriftir sem innihalda bjór.

Þetta hefur mælst þokkalega fyrir, þó ég segi sjálfur frá, fengið umfjöllun á Rás 2, K100, Vikunni, Bjórspjalli o.s.f.v. og aðsókn hefur verið prýðileg.

Hvert námskeið er létt og skemmtilegt með hlátri, gleði og fræðslu. Að venju eru 6 mismunandi bjórar paraðir við 3 mismunandi rétti, þáttakendur smakka, spjalla saman og bera saman bækur sínar.

Námskeiðið hefur farið fram á efri hæð Lebowski Bar en það mun fá varanlegt heimili í Tjarnarbíó eftir áramót.

Þar sem bjóráhugafólk er uppáhalds fólkið mitt langar mig að veita ykkur bjórbræðrum mínum 20% afslátt á námskeiðin. Ég toppa trúlega ekki marga hér inni í bjórvisku en vonandi get ég bætt einhverju við í pörunarfræðunum :)

Sendið mér skilaboð ef þið hafið áhuga og ég sendi ykkur afsláttarkóða.

Skráningu og allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér.
Hér má sjá lítið kynningarmyndband um námskeiðin.
Hér má svo finna námskeiðin á Facebook.

Bjórkveðjur!
Post Reply