Að setja bjór á kút - "Open mic"

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by rdavidsson »

Sælir,

Ég eins og svo margir aðrir hérna inni keypti kúta hjá brew.is "á sínum tíma".. Ég er að fara að setja bjór á kút í fyrsta skipti núna um helgina og finnst vanta smá info hérna inni varðandi það hvernig menn gera þetta almennt og hvað reynslan hefur kennt mönnum varðandi þetta..

Eru menn (konur) almennt ánægðari með bjór sem er kolsýrður lengi við lágan þrýsting eða fær maður jafn "góðan" bjór með því að setja mikinn þrýsting í 24klst (t.d 40 psi) og setja svo normal þrýsting á kútinn eftir það?

Ég er búinn að finna ýmislegt á netinu varðandi þetta en það væri gaman að fá smá umræðu um þetta hérna á spjallinu.

Kv, Raggi
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by hrafnkell »

Uppleyst kolsýra er bara uppleyst kolsýra. Skiptir engu máli hvort það taki 20 tíma eða 20 daga. Eina vandamálið við að force carba er að það er hægt að ofkolsýra og það eru tóm leiðindi.
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by QTab »

hrafnkell wrote:Eina vandamálið við að force carba er að það er hægt að ofkolsýra og það eru tóm leiðindi.
Nú hef ég aldrei sett á kúta en hefði af reynsluleysi mínu gert ráð fyrir því að ef maður ofkolsýrir þá lækki maður þrýsting með því að loka fyrir gas inn og hleypi af í gegnum einhverskonar bleed-off valve, er það tómt rugl hjá mér eða eru það umrædd leiðindi ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by hrafnkell »

QTab wrote:Nú hef ég aldrei sett á kúta en hefði af reynsluleysi mínu gert ráð fyrir því að ef maður ofkolsýrir þá lækki maður þrýsting með því að loka fyrir gas inn og hleypi af í gegnum einhverskonar bleed-off valve, er það tómt rugl hjá mér eða eru það umrædd leiðindi ?
Það eru umrædd leiðindi. Þarft að hleypa af oft og mörgum sinnum og það tekur tíma. Ef maður hristir til að flýta fyrir þá freyðir auðvitað bara.
User avatar
toggitjo
Villigerill
Posts: 10
Joined: 2. May 2013 22:29

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by toggitjo »

Smávægilegar vangaveltur:

Er ómögulegt fyrir mig að kolsýra bjór á kút án þess að hafa hann í kæli ? S.s við 15-20 gráðu "herbergishita" ?

Hafið þið prófað að eftirgerja bjór á kút ? Er það algjört nónó ?
Bjór
Brauð

byrjar allt það bezta á bé ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by hrafnkell »

toggitjo wrote:Smávægilegar vangaveltur:

Er ómögulegt fyrir mig að kolsýra bjór á kút án þess að hafa hann í kæli ? S.s við 15-20 gráðu "herbergishita" ?

Hafið þið prófað að eftirgerja bjór á kút ? Er það algjört nónó ?
Nei. En þarft meiri þrýsting. Ég hef ekki prófað það sjálfur en mér skilst að það taki líka lengri tíma og auðvitað ekki hægt að skenkja við þennan aukna þrýsting.
http://brew.is/files/co2.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Ekkert mál að keg conditiona bjórinn. En þú myndir þá vilja stytta pickup rörið svo það sé ekki í gerkökunni og kúturinn væri auðvitað viðkvæmari fyrir öllum hreyfingum. Maður þarf eitthvað minna af sykri til að conditiona í kút miðað við flöskur. Google ætti að geta hjálpað þér þar.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by Eyvindur »

Ætti ekki að vera hægt að dæla gerinu bara upp eftir kolsýringuna?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by hrafnkell »

Eyvindur wrote:Ætti ekki að vera hægt að dæla gerinu bara upp eftir kolsýringuna?
Það vill venjulega vera að koma smám saman, allan kútinn þessvegna... Kannski ekki big deal, en ég var ekki impressed þegar ég prófaði þetta fyrir einhverju síðan :)
User avatar
toggitjo
Villigerill
Posts: 10
Joined: 2. May 2013 22:29

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by toggitjo »

hrafnkell wrote:
Nei. En þarft meiri þrýsting. Ég hef ekki prófað það sjálfur en mér skilst að það taki líka lengri tíma og auðvitað ekki hægt að skenkja við þennan aukna þrýsting.
http://brew.is/files/co2.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Ekkert mál að keg conditiona bjórinn. En þú myndir þá vilja stytta pickup rörið svo það sé ekki í gerkökunni og kúturinn væri auðvitað viðkvæmari fyrir öllum hreyfingum. Maður þarf eitthvað minna af sykri til að conditiona í kút miðað við flöskur. Google ætti að geta hjálpað þér þar.
Takk Hrafnkell, þú ert alltaf með svörin á reiðum höndum :)

Ég er að leita leiða til þess að geta boðið uppá bjór á kút í veislu sem ég er að halda núna í næsta mánuði. Vandinn er að ég er í Rvík núna, en veislan verður haldin fyrir austan. Ég hef ekki neina aðstöðu til þess að kæla kútana hérna í bænum. Kútarnir komast ekki á kæli fyrr en deginum áður en ég hafði hugsað mér að skenkja af þeim.

Hvaða leið haldið þið að sé best fyrir mig að fara ?
Bjór
Brauð

byrjar allt það bezta á bé ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by Eyvindur »

Ég myndi líklega bara kolsýra hann við stofuhita - það kostar meiri kolsýru, en er langeinfaldast. Hér er reiknivél til að sjá hvað þú þarft mikinn þrýsting: http://www.brewersfriend.com/keg-carbon ... alculator/" onclick="window.open(this.href);return false;
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að setja bjór á kút - "Open mic"

Post by hrafnkell »

Kolsýrðu bjórinn bara út á svölum, það er passlegt bjórhitastig úti á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana :) Ég gerði það einmitt fyrir veislu sem ég var að brugga fyrir. 40 psi í sólarhring og þá ertu kominn langleiðina með kolsýringuna.
Post Reply