Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggingar

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggingar

Post by Baldvin Ósmann »

Ég er búinn að heyra það nokkrum sinnum að stöðugt hitastig skipti miklu máli fyrir gæðin á bjórnum og hef verið að velta fyrir mér hvernig ég get útfært einhverja lausn sem ég get implementað inni í veggskápnum mínum. Það er ýmislegt til til að hita þetta upp en vandamálið hefur verið að finna kæli element sem er ekki fast við ísskáp.

http://www.amazon.com/IceProbe-Thermoel ... um+chiller

Mér finnst þessi græja koma til greina. Ég sé fyrir mér að ég geti útbúið vatnspott sem situr ofan á gerjunarfötunni og eykur þannig snertiflötinn við plastið. Loftið inni í fötunni ætti að kólna og þar með bjórinn. Ef ég set þetta element undir fötuna þá er vandamálið að kuldi leitar alltaf niður og það yrði ójafn hiti. Ég veit ekki hvort hliðar mount myndi skila sér með einhverri hringrás.

Hvað segið þið? Er þetta viable lausn? Einhver annar hér sem hefur kælt fataskápinn sinn?
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
abm
Villigerill
Posts: 13
Joined: 23. Jan 2013 22:12

Re: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggin

Post by abm »

Baldvin Ósmann wrote:Ég er búinn að heyra það nokkrum sinnum að stöðugt hitastig skipti miklu máli fyrir gæðin á bjórnum og hef verið að velta fyrir mér hvernig ég get útfært einhverja lausn sem ég get implementað inni í veggskápnum mínum. Það er ýmislegt til til að hita þetta upp en vandamálið hefur verið að finna kæli element sem er ekki fast við ísskáp.

http://www.amazon.com/IceProbe-Thermoel ... um+chiller

Mér finnst þessi græja koma til greina. Ég sé fyrir mér að ég geti útbúið vatnspott sem situr ofan á gerjunarfötunni og eykur þannig snertiflötinn við plastið. Loftið inni í fötunni ætti að kólna og þar með bjórinn. Ef ég set þetta element undir fötuna þá er vandamálið að kuldi leitar alltaf niður og það yrði ójafn hiti. Ég veit ekki hvort hliðar mount myndi skila sér með einhverri hringrás.

Hvað segið þið? Er þetta viable lausn? Einhver annar hér sem hefur kælt fataskápinn sinn?
Ég hef enga reynslu af þessu en þessi hérna virðist vera með sæmilega lausn.

http://www.essentialbrewinginabag.com/2 ... rewer.html
-------------------------------------------------------------------
Í gerjun: Ekkert.
Á flöskum: Jólabjór 2014 - Dökkur ESB, Citra Pale Ale. Mojito Wit, Bosco (American Stout), 5am Saint klón
Á næstunni: ?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggin

Post by helgibelgi »

Sæll, getur skoðað þennan þráð: http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=2839

Þarna eru menn með "öðruvísi" nálganir á hitastýringu í gerjun.

Þemað virðist vera að vera með einhvern vökva á hringdælingu niður í bjórinn og svo upp aftur þar sem hann er kældur/hitaður.

Ég er sjálfur einmitt að bíða eftir pörtum í mína útfærslu á þessari hugmynd. En ég ætla að nota kalt/heitt vatn úr krananum, tengja segulloka á krana sem stjórnast af STC-1000 hitastýringu. Vatnið á svo að fara í gegnum ryðfrían kælispíral (amk sem gerjunarstýring). Planið er að geta notað þetta líka til að stýra meskingu (en PID stýring er líklega betri kostur í þeim efnum).

Annars ef þú kíkir á Homebrewtalk með svona spurningar ættirðu að geta fundið einhverja þræði. En þeir munu að öllum líkindum segja þér að nota "swamp-cooler" aðferðina = gerjunarfata sett í vatnsbala með blautum bol eða handklæði sem þú bindur utan um gerjunarfötuna, svo er viftu beint á hana. Það er samt svo lítil stjórn í þessari aðferð, þó hún virki pottþétt til að kæla (ef vatnið er kalt).
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggin

Post by drekatemjari »

Swamp Cooler aðferðin ALLA LEIÐ.

Áður en ég setti upp hitastírðan ísskáp kom ég mér upp boxi sem gat tekið við gerjunarfötunni og auka vatni og bleytti síðan bol og klæddi tunnuna í.
Vifta til að blása á allt saman er sérstaklega mikilvæg ef gerja á inni í skáp því þar er loftið á lítilli hreyfingu og minna um uppgufun.

Þú stjórnar síðan hitastiginu með því að stilla hraðann á viftunni, klæða tunnuna í og úr blauta bolnum og síðan geturðu klárað gerjunina við hærra hitastig með því að taka tunnuna upp úr vatninu.

Virkar fyrir flest enskt og amerískt ölger.
Fyrstu 12 klst virtur kældur í 18 gráður og gerjunarfatan látin ofan í ílát með 18 gráðu heitu vatni.
12 klst - 72 klst Fatan klædd í blautan bol og kveikt á viftunni (mæla hitastigið á vatninu í fatinu reglulega)
72 klst ef tekið hefur að hægja á gerjuninni má slökkva á viftunni eða klæða gerjunarfötuna úr blauta bolnum til að hækka hitastig upp til að hjálpa gerinu að klára vinnuna og þegar gerjun er lokið er gerjunarfatan tekin úr balanum og hún fær að tjilla í 7-10 daga inni í skáp.
Mestu máli skiptir að halda hitastiginu í lagi fyrstu þrjá sólarhringa eftir pitch því á þeim tíma myndar gerið mest af bragðefnum sem hafa áhrif á bjórinn. Flest ensk og amerísk ölger gefa bestan gerjunarkarakter í kringum 18 gráðurnar en þó er hægt að gerja kaldar eða heitar til að ná fram ákveðnum karakter í bjórinn.
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggin

Post by Baldvin Ósmann »

Takk fyrir svörin strákar.

Ég ætla að skoða þessa tengla betur. Held að fyrsta skrefið verði að láta gerjunartunnuna amk standa í vatni, wet t-shirt aðferðina er auðvelt að prófa. Ég ætti að vera set þangað til ég er búinn að ákveða hvernig ég útfæri þetta.
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Stjórn gerjunarhitastigs án kæliskáps - Vantar ráðleggin

Post by Baldvin Ósmann »

Ég tók wet t-shirt á þessa lögn og get sagt frá því að hitinn í fötunni er stöðugur í 18° fyrstu 2 dagana í gerjun. Það er lækkun um 4° frá síðustu gerjun. Ég er ekki með viftu heldur er þetta bara umhverfishiti og uppgufun sem eru að hafa þessi áhrif. Þetta er nóg til að halda mér hamingjusömum í bili.
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
Post Reply