Áfengisþol gers

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Áfengisþol gers

Post by QTab »

Ég er að velta fyrir mér hvað gerist ef ég pitcha geri í meiri sykur en það ræður við, t.d. ef uppgefið alcohol tolerance er 11% en ég set það í lögun sem myndi fara í 13-15% ef gerið réði við það.
Hættir gerið bara og skilur eftir sætari drykk eða fer það að deyja og gefa vont bragð eða dettur gerjun bara niður í rosalega lítinn hraða sem gæti búið til bottle bombs við langtíma lageringu ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Áfengisþol gers

Post by Eyvindur »

Það myndi bara gefast upp, held ég. Miðað við það sem ég hef lesið held ég að það sé mjög hæpið að fá vont bragð út af dauðu geri í heimabrugg (leiðréttið mig ef ég er að rugla, en ég er nokkuð viss um það). Hins vegar er hæpið að gerið fengist til að kolsýra bjórinn í flöskunni.

Ef þú vilt gerja svona sterkan bjór held ég að kampavínsger væri málið, þegar ölgerið hefur gefist upp. Það dugar upp í 18-20%, og breytir gerkarakternum í bjórnum ekkert.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Áfengisþol gers

Post by hrafnkell »

Kampavínsger eða bara einn pakki af us05 eða nottingham. Ég myndi hallast að þeim frekar en kampavínsgerinu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Áfengisþol gers

Post by Eyvindur »

Uppgefið áfengisþol er samt ekki nema 12% á US-05. Sýnist á smá gúgli að það sé svipað með Nottingham. Þannig að ef ég væri til dæmis með bjór sem byrjaði í 1.150 eða eitthvað, og væri svo stopp í 1,050 og ég vildi fá hann þurrari myndi ég fara í kampavínsger.

Það eru reyndar til high gravity ölger, sem þola helling, og kannski væri sniðugt að nota svoleiðis. En kampavínsgerið er sniðugt af því að þá fær maður þá estera sem maður vill úr ölgerinu og getur svo látið víngerið taka við þegar ölgerið gefst upp. Það kemur samt ekki í staðinn fyrir að pitcha nógu miklu ölgeri og koma nógu súrefni í virtinn. Það er númer 1 2 og 3.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Áfengisþol gers

Post by hrafnkell »

Rétt. Ég var búinn að taka í mig að þetta væri aðeins lægra en það. Hef samt séð menn vera að fara með us05 í 15% án mikilla vandræða.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Áfengisþol gers

Post by Eyvindur »

Já, það er betra að láta ölgerið fara með þetta alla leið, og við fullkomnar aðstæður ætti það að þola ansi mikið (meira en framleiðandinn gefur upp, í mörgum tilfellum). En ef ég væri með ofurbjór sem væri ekki að klára myndi ég fara í kampavínsgerið. Og ég myndi jafnvel íhuga að setja kampavínsger fyrir átöppun, þótt ölgerið væri búið að klára, af ótta við að það hefði ekki þol í að kolsýra. Nema maður færi í Brett, auðvitað. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Áfengisþol gers

Post by helgibelgi »

Tékkið á þessari grein: http://www.homebrewtalk.com/entries/ice ... ction.html

Þetta þykir mér vera svöl lausn á vandamálinu sem þið eruð að ræða.

Endar bjórinn of hátt? Ice concentration og repitch!
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Áfengisþol gers

Post by QTab »

Er reyndar að gera mjöð en ekki bjór í akkúrat þessu tilfelli, er með sweet meat frá wyeast sem er með tolerance uppá 11% og var pælingin hvort hann yrði bara ennþá sætari með of miklu hunangi.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Áfengisþol gers

Post by Eyvindur »

Klárlega kampavínsger, ef þú lendir í vandræðum. En ef þú varst góður við gerið finnst mér líklegt að það nái að klára þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Áfengisþol gers

Post by gunnarolis »

US-05 kemur mér sífellt á óvart. Það fer í 14-15% nokkuð örugglega ef allt annað er rétt gert. Ég held ég ljúgi ekki þegar ég segi að fyrsti 12% Surturinn hafi verið gerjaður með US-05.

Þetta er powerhouse ger...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Re: Áfengisþol gers

Post by Valli »

Gunnar Óli lýgur ekki.
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Áfengisþol gers

Post by Eyvindur »

Eins og hann er annars lyginn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply