Fluga í gerstarter

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Fluga í gerstarter

Post by gugguson »

Sælir herramenn.

Ég var með gerstarter í gangi (WLP500) á snúningsplötu sem ég var að stinga inn í ísskáp til að undirbúa fyrir lögn á morgun. Ég var með álpappír yfir á meðan hann var að snúast og setti hana ekki mjög þétt á. Pínulítil husafluga virðist hafa fundið leið þarna með og rölt upp flöskuna og ofaní virtinn þar sem beið hennar bráður bani.
Spurningin er, er þetta líklegt til að valda sýkingu? Þar sem starsan má þannig sé borða, mætti maður hella smá skammti af því ofaní til þess að laga þetta eða er ég í ruglinu?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Fluga í gerstarter

Post by Plammi »

Persónulega held ég að star-san pælingin sé í ruglinu.
En það þarf ekkert að vera að sýking sé komin í starterinn, bara plokka fluguna út og vona það besta...
Það eru alveg líkur á því að flugan hafi komið með eitthvað óæskilegt með sér og sé búin að skemma frá sér.
Ef þú tímir ekki að taka áhættuna þá er bara málið að geyma virtinn og redda sér nýju geri.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Fluga í gerstarter

Post by Plammi »

besta sem ég fann í google leitinni minni:
http://aussiehomebrewer.com/topic/37841 ... t-starter/
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Fluga í gerstarter

Post by gugguson »

Virðast vera skiptar skoðanir.

Ég er að gæla við að láta bara flakka, þ.e. nota gerið.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fluga í gerstarter

Post by hrafnkell »

Ég myndi telja ansi góðar líkur á sýkingu. Ég myndi amk ekki nota gerið. Flugan hefur klárlega komið með einhverjar pöddur með sér. Hvort það sé nóg til að skila bragði í bjórinn í lokin eða gerið einfaldlega nái yfirhöndinni er svosem bara gisk, en þegar ég er búinn að eyða nokkrum klukkutímum í að gera dýrindis virt þá nenni ég ekki að taka sénsinn á einhverju svona og etv enda með bjór sem súrnar með tímanum.

Þetta var líklega ávaxtafluga, þær eru vitlausar í allt tengt gerjun.



Algjörlega ótengt svari mínu (ég er ekki að reyna að græða á þér með því að segja að þetta sé sýkt), en þá á ég nokkra nýja pakka af wyeast 1214, sem er nákvæmlega sama ger og wlp500. Þú heyrir bara í mér ef þú vilt.


P.s.
Starsan pælingin er bonkers. Ef þú notaðir nóg af starsan til að drepa bakteríur, þá værirðu líka að nota nóg til að drepa gerið. Plús ýmislegt annað sem gengur ekki upp :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fluga í gerstarter

Post by Eyvindur »

Ég myndi nota annað ger, en geyma starterinn og sjá hvort hann skemmist (ef þú sérð ekki fram á að það verði mjög margar vikur í næsta brugg). Ef starterinn helst heilbrigður má ganga útfrá því að þetta yrði í lagi.

Ég hef fengið heila nýlendu af ávaxtaflugum ofan í gerjunarfötu án afleiðina. En það var reyndar 9% bjór. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Fluga í gerstarter

Post by gugguson »

Sæll og takk fyrir svarið.

Já, ég held það sé rétt að slaufa þessu geri. Verst að ég var búinn að gera tveggja þrepa starter og nota í það 406g af DME :roll:

Ég á 3822 (Belgian Dark) og 3787 (belgian high gravity), var að spá í að nota annaðhvort þeirra svo ég þurfi ekki að "bögga" þig. Gæti líka verið meira spennandi að prófa eitthvað annað en það sem fylgir uppskriftinni á dubbelnum í BCS. Gæti 3822 ekki gengið í dubbel?

Jói
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fluga í gerstarter

Post by hrafnkell »

Bæði eru fín í dubbel. Hugsa að ég myndi nota 3787 fyrir safe choice, en 3822 fyrir tilraunagleði :)

3787 er westmalle gerið - Þeir nota það í dubbelinn sinn
1214 er chimay
Post Reply