Polar Beer - Ölgerðin

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Polar Beer - Ölgerðin

Post by Andri »

Sælar, hafið þið smakkað Polar Beer frá ölgerðinni?
Þetta var flott auglýsingarherferð hjá þeim, margir urðu forvitnir og pældu í því hver var kominn aftur.
Hann var víst bruggaður fyrir hermenn í seinni heimstyrjöldinni, sá nýi á ekkert sameiginlegt með fyrri bjórnum nema nafnið að ég held. Ég væri til í að vita hvernig sá fyrri er því þessi ... höfðar ekki beint til mín ef ég orða það svona hóflega...

Fyrsta kynnin mín af Polar Beer var þegar ég prófaði hann var á einhverjum bar á 20 ára afmæli bjórsins að ég held. Það var búið að rukka mann um 200 til 400 kr á hinum börunum fyrir Tuborg og aðra góða bjóra, fer svo á Glaumbar bið um tvo bjóra, rétti kerlingunni kortið (hefði kanski átt að spyrja um verðið) en svo kom hún með afritið og það voru 2000 eða 2400 fyrir tvo Polar Beer lager kranabjór. (Bjórinn var að kosta einhvern 700 kall þarna venjulega.)

En ég verð að benda á að ég elska flestann lager bjór en það er bara eitthvað við þennann sem ég bara fíla ekki

Tók 1 sopa af krana bjórnum, fann eitthvað hrikalegt eftirbragð. Tók tvo sopa í viðbót til að fullvissa mig um þetta svo hellti ég þessum bjór niður í klósettið, kærastan ákvað að skilja sinn bara eftir. Ég bara gat ekki drukkið þetta útaf eftirbragðinu.

Ákvað að gefa honum annann sjéns, fór í ríkið í dag og keypti mér 1 stykki Polar í áldós, ég hellti honum í bjórglas sem hentar lager bjórum. Hann myndaði svakalega flottann froðuhaus og viðhélt honum í ágætann tíma.
Svo kom að smökkuninni, nokkuð mikið gos í honum sem hefur mikil áhrif á hvernig "mouthfeel"ið er, í fyrstu þá bragðast hann ágætlega en eftir að ég kyngdi þá blossaði upp eftirbragð sem var svo beiskt..
Mér fannst bara áfengislykt koma af honum þegar ég lyktaði af honum, dash af skúnkuðu korni...
Ég get bara ekki útskýrt þetta eftirbragð sem kemur, það er beiskt eftirá...
0,5 af 5 mögulegum, þetta telst nú vera bjór og hann fær þessa 0,5 fyrir að vera ... bjór
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Polar Beer - Ölgerðin

Post by hallur »

Nohh... menn bara örlátir í einkunnargjöf... ég hefði ekki einu sinni eytt einkunn á þetta ógeð!
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Polar Beer - Ölgerðin

Post by halldor »

hallur wrote:Nohh... menn bara örlátir í einkunnargjöf... ég hefði ekki einu sinni eytt einkunn á þetta ógeð!
Þú gleymir mannasiðunum herra minn... mundu reglurnar í foruminu "Berum virðingu fyrir öllum drykkjum".
Plimmó Brugghús
Post Reply