Vitið þið hvort hægt sé að nota sestor reglana til að stýra ísskáp?
Mig langar svo að prufa að gerja í ísskáp og gerði stýrikassa með þessum regli.
Gerja um 18c eða lægra.
Ef hann styður "On/Off" stýringu þá ætti hann að virka.
Þú villt ekki stýra ísskáp með PID, eða öllu heldur þú villt ekki stýra ísskáp með PWM sem fylgir PID reglum.
Ef þú ert ekki búinn að fjárfesta í regli þá get ég mælt með fiskabúrareglinum (on/off reglun) sem Hrafnkell selur.
Virka fínt í ísskápa- og frystikistureglun.
Passaðu líka að þú vilt hafa compressor delay á stýringunni, þeas að hún bíði í x mín áður en hún kveikir aftur á pressunni. Margar PID stýringar eru með þetta og líka ódýru stýringarnar sem ég er að selja.
Ef pressan fær ekki að kólna þá getur það farið mjög illa með hana og stytt endingu ísskápsins/kistunnar til muna.