[Til Sölu] 1stk Original Nr. 8 Surtur Imperial Stout

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
Kelsen
Villigerill
Posts: 1
Joined: 1. Aug 2013 16:07

[Til Sölu] 1stk Original Nr. 8 Surtur Imperial Stout

Post by Kelsen »

Sælir,

Ég hef hér til sölu e.t.v. síðasta stykki af original nr. 8 Surtur Imperial Stout sem til er á landin, hann var keyptur í fríhöfninni seint í Janúar 2012.

Ég var að koma úr árslöngu skiptinámi og ætlaði mér að spara þennan síðasta Surt þar til ég kæmi heim. Félagi minn sagði mér hinsvegar að það væri kannski meiri áhugi fyrir Surtinum hér á fágun.

Þið getið sent mér einkaskilaboð með tilboði ef þið viljið kaupa Surtinn. Ef það berst ekki sæmilegt tilboð, þá drekk ég hann sjálfur :skal:

Image

Image

Image
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: [Til Sölu] 1stk Original Nr. 8 Surtur Imperial Stout

Post by hrafnkell »

Klárlega ekki seinasti, veit að margir eiga 1-2 kippur (þám ég), en gangi þér vel með söluna. Það er sennilega ekki auðvelt að finna einhvern sem vill láta flösku af hendi :)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: [Til Sölu] 1stk Original Nr. 8 Surtur Imperial Stout

Post by gunnarolis »

Hvað er sæmilegt tilboð í þínum huga?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply