Kannski er þetta óviðeigandi að vekja umræðu á þessu, það má þá stroka þetta út ef svo er, alla vega...
við ákváðum að skerpa aðeins línurnar á Bjórspjall.is og flytja allt efni sem hefur með heimabrugg yfir á aðra síðu og gera þá aðeins meira úr því og vorum við svo heppnir að finna þetta fína nafn, http://www.heimabrugg.is, stórfurðulegt að það var ekki frátekið! Alla vega, okkur langaði bara að benda ykkur á og bjóða velkomna.
Við kvetjum svo alla sem hafa áhuga að fjalla um heimabruggun (hvort sem það er hvítvín / rauðvín gerð, cider, mjöður og / eða bjór), endilega að senda á okkur greinar (hægt að gera það á forsíðuni undir greinar) og eða bara senda á bjorspjall@bjorspjall.is.
Veit að það er bara fjallaðum bjór gerð enn sem komið er, en það er bara vegna þess að við höfum gaman að því og þetta er eitthvað sem vitum pínu um, vonum bara að það komi einhverjir sem kunna mikið inn á hin bruggferlin og bæti við

Það skal alveg viðurkennast að það er svo sem ekki mikið inn á síðuni eins og er og á eftir að koma mikið meira, en það verður að gerast hægt og rólega, enda vinnandi menn með fjölskyldur og allt það, a.k.a öll hjálp vel þegin!

