Úlfur úlfur klónn, tillögur?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Úlfur úlfur klónn, tillögur?

Post by Mummi »

Lumar nokkur á uppskrift sem gæti líkst tvöfalda Úlfinum? Það eina sem ég veit er að í hann fara fernskonar humlar: Chinook, columbus, centennial og amarillo. Mikið af þeim. Ef einhver hefur hugmynd um hvaða ger er notað hjá þeim nú eða korn þá væri það vel þegið.

Bestu kveðjur,

Mummi
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Úlfur úlfur klónn, tillögur?

Post by hjaltibvalþórs »

Ég smakkaði nú ekki marga en ég myndi giska á að maltgrunnurinn sé svipaður og í einfalda Úlfi, Pilsner, Munich og Caramel (CaraMunich II?). Borg menn nota þurrger í ölið sitt og ég hugsa að US-05 sé nærri lagi í Úlfunum. Þú gætir prófað að senda þeim skilaboð á Facebook, þeir eru talsvert virkri þar. Gangi þér vel og láttu okkur vita hvernig þetta fer hjá þér. :skal:
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Re: Úlfur úlfur klónn, tillögur?

Post by Mummi »

Takk fyrir þetta. Eftir að hafa skoðað nokkrar IIPA uppskriftir þá var ég kominn á þessar slóðir en frábært að fá staðfestingu á því að reyndari menn komist að sömu niðurstöðu. Hafði meira að segja hugsað mér US-05 í hann, en það var meira vegna hugmyndaskorts frekar en af upplýstri þekkingu.
Læt vita hvernig til tekst. Skulda líka myndir af porter og sumaröli... sjáum til..
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Re: Úlfur úlfur klónn, tillögur?

Post by Mummi »

Ég keypti í uppskriftina í gær (birti það seinna) en Borgarmenn svöruðu í dag held ég eða seint í gær og sögðu: 100% pilsner malt og US-05! Þá vitum við það.
Post Reply