Lagði í einfalda lögn af Brown ale í dag. 4 kg Pilsner malt. 1 kg caramel og 70 gr af black. Sem tilraun maltaði ég 1/2 kg af maís með. Meskjað við 67 gráður í 60 mínútur.
30 gr goldings í 60 mín , 30 gr goldings í 30 mín og 30 gr hallertau select 1,5% AA við lok suðu.
1200 gr af hunangi út í þegar 10 mín voru eftir af suðu ásamt gernæringu og Irish moss. Coopers dry ale yeast.
Þetta ætla ég að gerja vonandi við 15-17 gráður í ca viku á plasti og færa síðan á gler til síðari tíma.
Þegar allt er vel fallið fer það á corny og er þá drykkjarhæft fljótlega.
Miðað við mælingu ætti hann að verða á milli 7 og 8 % í áfengi.
Ég hef gert svipaðan áður en fannst hann heldur dökkur og ekki nógu humlaður. Vonast til að bæta úr því nú.
Var að setja á kút dry hoppað öl - en verð að segja að það er misheppnað, senilega vegna kunnátuleysis/kæruleysis og of langs tíma með humlum.