Sleppa sparging?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Sleppa sparging?

Post by tryggvib »

Ég var að finna fína uppskrift sem mig langar að prófa. Hún talar um að það eigi að meskja í um 14 lítrum og svo sparge:a upp í 23 lítra. Mig langar ekki til að standa í sparge veseni alveg strax (ég er rétt að byrja þannig að ég vil halda mig við það sem ég kann sem er BIAB ferlið.

23 lítrar er sirka lítramagnið sem ég fæ út eftir meskingu (fyrir suðu) miðað við að byrja með 27 lítra (ég næ reyndar alveg 24 lítrum af virti). Gæti ég ekki bara haldið mig við ferlið sem ég kann og sleppt því að sparge:a? Ætti ég að auka kornmagnið örlítið út af 24 lítrunum (frekar en 23)? Hverju tapa ég á því að sparge:a ekki? Mér skilst að sparge auki nýtnina, er það eitthvað fleira?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sleppa sparging?

Post by hrafnkell »

Sleppir bara skolun og bruggar eins og venjulega í BIAB.
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Sleppa sparging?

Post by tryggvib »

hrafnkell wrote:Sleppir bara skolun og bruggar eins og venjulega í BIAB.
Frábært. Þá sjáumst við á eftir þegar ég kaupi hráefnið :D
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sleppa sparging?

Post by hrafnkell »

Þú veist samt að ég á voðalega lítið af malti, ekkert pale eða pilsner til dæmis.
tryggvib
Villigerill
Posts: 22
Joined: 4. Apr 2013 09:31

Re: Sleppa sparging?

Post by tryggvib »

hrafnkell wrote:Þú veist samt að ég á voðalega lítið af malti, ekkert pale eða pilsner til dæmis.
Þá sjáumst við bara í næstu viku... ég get beðið :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sleppa sparging?

Post by helgibelgi »

Þú getur alveg sparge'að (skolað) þó þú sért að gera BIAB. Lyftir bara pokanum upp úr og skolar hann með sparge vatninu.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sleppa sparging?

Post by æpíei »

Það var annar þráður um svipað. Ég fór að nota þessa aðferð og við það jókst nýtni mín talsvert og umstangið var raunverulega minna. Það sem þú gerir er eftirfarandi: meskjaðu í 22 lítrum af vatni. Þegar stutt er eftir af meskingu hitaðu 5 lítra upp í 77 gráður á eldavél. Þegar mesingu er lokið (gerir ekki mashout hitun upp í 77 gráður) getur þú annað hvort lyft meskipokanum upp og fengið einhvern til að hella vatninu yfir pokann meðan þú vaggar honum til, eða þú skellir pokanum yfir í gerjunartunnu sem þú hefur við hliðina, hellir vatninu yfir, lyftir pokanum upp og lætur drúpa af honum eins og venjulega. Sameinar svo það sem kemur úr þessu í suðutunnuna. Mjög einfalt. :skal:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sleppa sparging?

Post by hrafnkell »

æpíei wrote:Það var annar þráður um svipað. Ég fór að nota þessa aðferð og við það jókst nýtni mín talsvert og umstangið var raunverulega minna. Það sem þú gerir er eftirfarandi: meskjaðu í 22 lítrum af vatni. Þegar stutt er eftir af meskingu hitaðu 5 lítra upp í 77 gráður á eldavél. Þegar mesingu er lokið (gerir ekki mashout hitun upp í 77 gráður) getur þú annað hvort lyft meskipokanum upp og fengið einhvern til að hella vatninu yfir pokann meðan þú vaggar honum til, eða þú skellir pokanum yfir í gerjunartunnu sem þú hefur við hliðina, hellir vatninu yfir, lyftir pokanum upp og lætur drúpa af honum eins og venjulega. Sameinar svo það sem kemur úr þessu í suðutunnuna. Mjög einfalt. :skal:
Þetta er sniðugt. Það sem ég myndi gera öðruvísi er að hafa aðeins meira vatn til hliðar, t.d. 8lítra og hita það aðeins meira. Taka svo pokann uppúr meskikari í annað ílát, til dæmis gerjunarfötu sem er með þessum 8 lítrum og láta liggja þar í nokkrar mín. Hitastigið á þessum 8 lítrum ætti að vera um 80-82 gráður, og miða við það að þegar kornið er komið í þá er hitastigið á því og vatninu uþb 76 gráður. Þannig nærðu skolun og mashout í einu skrefi.
Á meðan þessu skrefi stendur getur þú þrusað hitanum upp í suðutunnunni og þá ætti suðan að vera að detta inn þegar þú ert að klára skolunina. Sparar tíma og eykur nýtni í einu einföldu skrefi.

Þetta trikk er líka hægt að nota þegar maður er að gera stóra bjóra og allt vatnið kemst ekki í pottinn með korninu, eða ef þú ert með aðeins of lítinn pott.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sleppa sparging?

Post by æpíei »

hrafnkell wrote:Hitastigið á þessum 8 lítrum ætti að vera um 80-82 gráður, og miða við það að þegar kornið er komið í þá er hitastigið á því og vatninu uþb 76 gráður. Þannig nærðu skolun og mashout í einu skrefi.
Þarf kannski ekki að vera svona hátt. Athugaðu að kornið er 66 gráðu heitt þegar þú setur það úti svo það nær ekki að kæla eins mikið og þegar þú setur korn við stofuhita í meskikerið upprunalega. Ég myndi byrja í 78-79.

Annars hefur þessi skolun, þ.e. ekki láta kornið liggja í 77 gráðu vatninu heldur láta það renna í gegn, virkað mjög vel hjá mér. Ef þú ert með stærri pott en 5 lítrar er dreguru bara þeim mun meira frá meskingunni. En þessi aðferð að forhita vatn í meskikerinu er mjög sniðug ef þú ert ekki með stóran pott. Mæli með að allir sem eru að gera BIAB prófi þetta, og útfæri þá aðferð sem hentar þeim best.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sleppa sparging?

Post by hrafnkell »

æpíei wrote:
hrafnkell wrote:Hitastigið á þessum 8 lítrum ætti að vera um 80-82 gráður, og miða við það að þegar kornið er komið í þá er hitastigið á því og vatninu uþb 76 gráður. Þannig nærðu skolun og mashout í einu skrefi.
Þarf kannski ekki að vera svona hátt. Athugaðu að kornið er 66 gráðu heitt þegar þú setur það úti svo það nær ekki að kæla eins mikið og þegar þú setur korn við stofuhita í meskikerið upprunalega. Ég myndi byrja í 78-79.
Þarft líklega meiri hita, fer eftir vatnsmagni og kornmagni auðvitað. Ef við gefum okkur að varmamassi (blauts) korns og vatns sé sami eða svipaður...

10 lítrar við 65 gráður (korn + vatn fast í korni)
8 lítrar í 91 gráðum

(10 * 65 + 8 * 89) / 18 (lítrar total) = 76,2 gráður
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Sleppa sparging?

Post by Classic »

hrafnkell wrote:Það sem ég myndi gera öðruvísi er að hafa aðeins meira vatn til hliðar, t.d. 8lítra og hita það aðeins meira. Taka svo pokann uppúr meskikari í annað ílát, til dæmis gerjunarfötu sem er með þessum 8 lítrum og láta liggja þar í nokkrar mín. Hitastigið á þessum 8 lítrum ætti að vera um 80-82 gráður, og miða við það að þegar kornið er komið í þá er hitastigið á því og vatninu uþb 76 gráður. Þannig nærðu skolun og mashout í einu skrefi.
Á meðan þessu skrefi stendur getur þú þrusað hitanum upp í suðutunnunni og þá ætti suðan að vera að detta inn þegar þú ert að klára skolunina. Sparar tíma og eykur nýtni í einu einföldu skrefi.

Þetta trikk er líka hægt að nota þegar maður er að gera stóra bjóra og allt vatnið kemst ekki í pottinn með korninu, eða ef þú ert með aðeins of lítinn pott.
Þetta er einmitt það sem ég var að prófa með Smash IIPA bjórinn minn um daginn. Works like a pig eins og Gaui Þórðar myndi orða það. Notaði sömu netreiknivél og ég nota fyrir strikehitastigið til að reikna út hitastigið á skolvatninu, gaf mér það að kornið væri við sama hitastig og vatnið sem það er búið að liggja í síðasta rúma klukkutímann...
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Sleppa sparging?

Post by drekatemjari »

ég fór úr að meskja í sérstöku kæliboxi í BIAB en var þá bara að ná 23 lítrum fyrir suðu. Datt því í hug að prufa Dunk Sparging.
Ég hita 20 lítra upp í suðu og helli 12 L í kæliboxið góða. Bæti síðan uþb 13L í viðbót út í suðutunnuna og geri einfalda BIAB meskingu. Eftir meskingu geri ég stutt Mashout og skelli síðan kornpokanum yfir í kæliboxið sem nú inniheldur uþb 75C vatn og geymi það þar þar til ég er að ná upp suðu í suðutunnunni og helli þá öllu yfir. Enda þá með uþb 27L preboil. (þessar tölur eru auðvitað breytilegar eftir kornmagni og OG).
Svona hækkaði ég mig úr 63-66% nýtni upp í 70%plús. Þetta er aðallega miklu fljótlegar en þriggja tunnu systemið (meskikar, suðukar og gerjunartunna) og sparar mér örugglega 30-40 mínútur í sparging.
JoiEiriks
Villigerill
Posts: 18
Joined: 14. Apr 2013 03:01

Re: Sleppa sparging?

Post by JoiEiriks »

Sælir, hef ekki pælt neitt í sparging heldur hef kreist vel úr korninu. En er það rétt að hlutföllin séu ca 1 líter á móti 1 kg af korni þ.e 5 kg af korni að þá sparging water ca 5 lítrar við 77 gráðurnar ?
Jóhann Eiríksson

Ölkelda brugghús.


Í gerjun: Citra IPA
Á flöskum: Citra IPA, English Bitter, Dry Stout, Belgian Strong Ale
Á kútum: kaupa keg system
Framundan: Dubbel, Saison
Post Reply