Lykilþættir við bruggun á Lager-bjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
inurse
Villigerill
Posts: 12
Joined: 15. Feb 2010 20:41
Location: Mosfellsbær
Contact:

Lykilþættir við bruggun á Lager-bjór

Post by inurse »

Ég er að undirbúa minn fyrsta Lager. Ætla byrja á einfaldri Pils uppskrift, á meðan ég er að öðlast skilning á lykilþáttum í þessu ferli. Ég er búinn að lesa mér töluvert til á netinu um lageringu og rekist á nokkuð ólíkar aðferðir við þetta (líklega mismunandi "skólar" og stílar sem ráða þar för)

Langaði að heyra frá ykkur sem hafið góða reynslu í þessu, hvort þessir punktar hér fyrir neðan séu ekki "gróflega" réttur skilningur á Lager-ferlinu?

- Meskja ekki við hærri hita en ~65°C.
- Sjóða í 90 mín.
- Gerja lager við 10-12°C í c.a. 2 vikur.
- Hækka hita upp í 14-16° í 1-2 daga.
- Lagera við 2-4°C í 4-6 vikur.
-- Lækka hitann um 2-4°C á shr þar til "taget lager temp" næst.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Lykilþættir við bruggun á Lager-bjór

Post by gm- »

Hef nú ekki verið mikið í að brugga lagera þar sem mér finnst vesenið í kringum þá ekki vera þess virði, en þetta hljómar nokkurn veginn rétt hjá þér miðað við það sem maður hefur lesið.

Tveir hlutir, þú gætir þurft að meskja í 90 mín til að ná full conversion við svona lágan hita, og svo myndi ég fara niðrí 0-2°C þegar þú lagerar ef þú getur. Svo gæti verið sterkur leikur að nota gelatín (matarlím) eftir að þú ert búinn að lagera til að fá alveg kristaltæran bjór.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Lykilþættir við bruggun á Lager-bjór

Post by Oli »

inurse wrote:Ég er að undirbúa minn fyrsta Lager. Ætla byrja á einfaldri Pils uppskrift, á meðan ég er að öðlast skilning á lykilþáttum í þessu ferli. Ég er búinn að lesa mér töluvert til á netinu um lageringu og rekist á nokkuð ólíkar aðferðir við þetta (líklega mismunandi "skólar" og stílar sem ráða þar för)

Langaði að heyra frá ykkur sem hafið góða reynslu í þessu, hvort þessir punktar hér fyrir neðan séu ekki "gróflega" réttur skilningur á Lager-ferlinu?

- Meskja ekki við hærri hita en ~65°C.
- Sjóða í 90 mín.
- Gerja lager við 10-12°C í c.a. 2 vikur.
- Hækka hita upp í 14-16° í 1-2 daga.
- Lagera við 2-4°C í 4-6 vikur.
-- Lækka hitann um 2-4°C á shr þar til "taget lager temp" næst.
Þetta er rétt.
Ég reyni svo að kæla virtinn niður undir 10°c eftir suðuna, ættir þá ekki að þurfa diacetyl hvíld.
Nota nóg af geri og gerja við 10°c í amk 2 vikur
Lagera nálægt 0°C ef hægt er.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Lykilþættir við bruggun á Lager-bjór

Post by helgibelgi »

Varðandi meskinguna, þá mæli ég með að þú lesir þér betur til um hana. Til dæmis á http://www.howtobrew.com/section3/chapter14.html eða http://www.homebrewtalk.com/wiki/index.php/Mashing. Í grófum dráttum er hægt að segja að hærra meskihitastig leiðir til þess að meira af ógerjanlegum sykrum verða í virtinum fyrir gerið til að tækla. Þessar sykrur verða þess vegna ennþá til staðar eftir gerjun og bjórinn því sætari fyrir vikið. Ef þú meskir við lægra hitastig færðu auðveldari sykrur fyrir gerið til að vinna með og því færri sykrur í endanlega bjórnum. Því verður sá bjór þurrari (minna sætur). Það er bara spurning hvað þú vilt enda með í lagernum þínum: sætan eða þurrann?

Annars hef ég enga reynslu af lager-gerð per se svo ég get lítið hjálpað þér með það :P
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Lykilþættir við bruggun á Lager-bjór

Post by Eyvindur »

Þetta er margt umdeilt, til dæmis hvort maður þarf diacetyl rest og hversu lengi þarf að lagera. Ég mæli eindregið með þessum þræði hér: http://www.brew-wineforum.com/viewtopic ... 08&t=59851" onclick="window.open(this.href);return false;

Þarna er stórfenglega mikið af góðum upplýsingum, frá kunningja mínum í BNA sem hefur sérhæft sig í að brugga létta lagera. Hann kann þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
inurse
Villigerill
Posts: 12
Joined: 15. Feb 2010 20:41
Location: Mosfellsbær
Contact:

Re: Lykilþættir við bruggun á Lager-bjór

Post by inurse »

Kærar þakkir fyrir þetta höfðingjar.
- Búinn að leggja í minn fyrsta Lager... gaman að sjá hvernig það endar :)
:beer:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Lykilþættir við bruggun á Lager-bjór

Post by helgibelgi »

inurse wrote:Kærar þakkir fyrir þetta höfðingjar.
- Búinn að leggja í minn fyrsta Lager... gaman að sjá hvernig það endar :)
:beer:
Læk á það. Þarf að fara að kanna þennan lager-heim sjálfur fljótlega.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Lykilþættir við bruggun á Lager-bjór

Post by gunnarolis »

Ef þú tekur diacetyl rest (sem ég mundi hafa hærri en 16°C), þá er alger óþarfi að lækka hitann hægt.

Það sem þú gerir er að

a) taka diacetyl rest til að leyfa gerinu að klára hratt og örugglega að taka upp diacetylinn sem er eftir í bjórnum eða
b) lækkar hitann hægt niður til þess að droppa gerinu ekki útúr lausninni, því þú vilt að gerið pikki upp diacetyl við lægri hita í lageringar ferlinu. Þú þarft ekki að gera bæði.

Að sjóða í 90 mín er yfirleitt gert ef að þú ert með pisnermalt sem base malt, óháð því hvort bjórinn er lagerbjór eða ekki. Ef þú gerir lagerbjór með pale malti sem grunnmalti, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að sjóða bjórinn bara í 60 mínútur.

Ég sé ekki af hverju maður ætti frekar að meskja lager við 65°. Ég gerði lager í gær, og ég meskjaði hann við 67°C. Ég geri ráð fyrir að hann endi í 1.012 (sem væri 77% attenuation), ef ég mundi meskja hann kaldar væri hann sennilega með of létt body fyrir minn smekk, en það er auðvitað valfrjálst. Ég sé samt ekki að það ætti að vera einhver regla að meskja bjór við 65°C af því hann er lager.

Besti linkurinn um lagergerjun sem ég hef fundið er þessi hér frá Braukaisernum sjálfum, Kai Troester :
Fermenting lagers, Braukaiser.org
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply