Bee Cave gerjunarspurning

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
elvislifir
Villigerill
Posts: 7
Joined: 1. May 2013 20:34

Bee Cave gerjunarspurning

Post by elvislifir »

Bee Cave gerjunarspurning

Var að gera mína fyrstu lögun og mældi hana eftir 11. daga í gerjun og mælist 3,8%.
Það bubblaði bara í rúman 1. sólarhring í vatnslásnum, hitastig hefur verið 16 til 20 gráður við gerjuninna.

Á ég bara að bíða lengur ?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by helgibelgi »

Ef gravity mælingin er stöðug (sama í 2-3 daga) þá er allt í lagi að skella á flöskur. Hvað var gravity hátt þegar þú mældir?
elvislifir
Villigerill
Posts: 7
Joined: 1. May 2013 20:34

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by elvislifir »

1.055-1.026=0.029
0.029x1.05=0.03045

0.03045/1.026=0.0296296
0.0296296/0.79=0.03750=3.8%

OG=1.055
FG=1.026
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by helgibelgi »

1.026 hljómar svolítið hátt, myndi alveg gefa þessu aðeins lengri tíma.

Annars er alltaf séns að eitthvað hafi klikkað í meskingu eða bara í gerjuninni sjálfri (miklar hitasveiflur t.d.). Myndi samt bara gefu þessu aðeins lengri tíma og mæla svo aftur.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by hrafnkell »

*Alltaf* að gefa bjórum amk 10 daga í gerjun, óháð sykurmælingum. Ég gerja alltaf í 2-3 vikur.

Ef FG potast ekkert niður á næstu dögum þá hefur eitthvað skeð, líklega of heitur meskihiti, en hugsanlega hefur gerið gefist upp, t.d. út af hitasveiflum. 16 gráður er við neðri mörk þess sem us05 þolir, og ef það hefur byrjað í heitara og svo lækkað þá getur það vel stoppað of snemma. Þá er hægt að hræra *varlega* í fötunni, til að ýra upp gerið til að reyna að koma því í gang aftur. Passa að fá ekki súrefni í bjórinn.
elvislifir
Villigerill
Posts: 7
Joined: 1. May 2013 20:34

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by elvislifir »

Hvað er til ráða ef að meskihitinn hefur verið of hár ?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by helgibelgi »

elvislifir wrote:Hvað er til ráða ef að meskihitinn hefur verið of hár ?
Þá í rauninni verðurðu að sætta þig við hátt final gravity. Þá er meira af ógerjanlegum sykri.

Getur prófað að hræra aðeins upp í gerinu eins og Hrafnkell sagði og gefa þessu síðan viku og tekið aðra mælingu. Ef ekkert breytist, skelltu þessu þá bara á flöskur. Passar bara betur upp á meskihitann og gerjunarhitann næst :)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by Örvar »

elvislifir wrote:Hvað er til ráða ef að meskihitinn hefur verið of hár ?
Gætir bætt við sykri. Það ætti að lækka FG eitthvað. Ég hef samt ekki reynslu af því sjálfur.
elvislifir
Villigerill
Posts: 7
Joined: 1. May 2013 20:34

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by elvislifir »

Já fór eftir leiðbeiningum frá Brew.is og var með hita í 72 og setti svo kornið í en, hitinn hélt sér í 72 nánast alla meskinguna, semsé 72 niður í 66
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by hrafnkell »

elvislifir wrote:Já fór eftir leiðbeiningum frá Brew.is og var með hita í 72 og setti svo kornið í en, hitinn hélt sér í 72 nánast alla meskinguna, semsé 72 niður í 66
Hitinn ætti að lækka við það að setja kornið í, um amk 4-5 gráður. Ef hann gerði það ekki þá er eitthvað skrýtið í gangi.
elvislifir
Villigerill
Posts: 7
Joined: 1. May 2013 20:34

Re: Bee Cave gerjunarspurning

Post by elvislifir »

Takk fyrir þetta
Post Reply