Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
loki
Villigerill
Posts: 13
Joined: 13. Mar 2013 17:57
Location: Malmö svíþjóð

Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by loki »

Sælir bruggarar;

Á hugmyndastigi vildum við ýmist biab, pott í pott eða þriggja potta kerfi. Við gátum ekki ákveðið okkur svo við völdum ódýrasta kostinn.

Við stefnum á að uppfæra fljótlega í pott í pott en höfum ekki enn fundið hentugan innri pott.

Svona lítur græjan okkar út, þetta er 100 L rústfrír pottur sem búið er að sjóða tvær suðumúffur (fittings) á. Við keyptum síðan 5500W element hjá Brew.is ásamt dælu, PID regli og relay.

Heildarkostnaður við smíðina endaði í 130.000 kr.

Hér að neðan má sjá myndir frá fyrstu lögun.


Image
18" pizzanet sem stendur á rúnuðum boltum.

Image
Potturinn gerður klár fyrir suðu.

Image
Með því að skella svona tengiboxi yfir elementið verður þetta snertifrítt. Botninn á því er gataður svo hægt er að renna elementinu út og inn.

Image
Stjórnboxið stillt fyrir fyrsta hitastig, 67°C, við erum með tvo rofa og ampermæli til að hægt sé að fylgjast með relayinu.

Image
Pokanum komið fyrir í pottinum sem er um 50cm í þvermál.

Image
Eftir að maður áttaði sig á því hve veikburða vírarnir eru frá dælunni þá komum við þessu boxi með nippli fyrir undir dælunni. Síðan var kapallinn tekkinn í gegnum nippilinn þannig hann gæti ekki slitið vírinn til dælunnar.

Image
Þegar relayið var að draga þá fór straumtakan upp í 20 amper. Sem er um 5000W.

Image
Þegar réttu hitastigi var náð var korninu hellt útí og hrært af krafti.

Image
Við hrærðum við og við í pottinum þar sem dælan var ekki að þyrla korninu til nema í hluta pottsins.

Image
Stjórnboxið gátum við notað sem þetta fína vinnuborð meðan við biðum.

Image
Þarna var bílskúrinn farinn að ilma af kornlykt.

Image
Næst var hitastigið sett upp í 75°C.

Image
Þarna var súpan smökkuð og þetta var orðið dísætt.

Image
Nú var komið að því að hífa kornið uppúr og kreysta. En fyrst þurftum við að kæla pokann aðeins.

Image
Humlarnir voru síðan gerðir klárir meðan við biðum eftir að virtinn næði upp suðu.

Image
Að lokum kældum við afurðina með kælispíral.

Image
Þægilegt að nota dæluna til að þruma þessu á gerjunarföturnar. Við settum 21L á hvora fötu.

Image
Hér er mynd innan úr stjórnboxinu.

Image
Að lokum er mynd af gerjunarfötunum.

Fyrir áhugasama þá útbjó ég mynd af stjórnboxinu. Ég notaði engin rafmagnstákn eða neitt slíkt í von um að myndin gæti hjálpað eitthverjum sem gæti langað að smíða stjórnbox.
Image
Ég mun uppfæra myndina við tækifæri en þetta er svona í grófum dráttum. Það helsta sem þarf að passa er að lögnin sem ber strauminn til elementsins sé nógu sver. Gott er að nota 3x4q tækjastreng fyrir 5500W element og síðan 1.5q töfluvíra í lagnirnar sem bera 230V straum um boxið ásamt 12V lögninni.
Last edited by loki on 30. May 2013 22:59, edited 2 times in total.
They who drink beer will think beer.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by bergrisi »

Flottar myndir og metnaðarfull byrjun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by gm- »

Þetta er skemmtilegt, hvað er kvikyndið fljótt uppí suðu?

Velkomnir í sportið!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by hrafnkell »

Flott myndasaga :)

Ég mæli svo með stærri poka fyrir humlana, það þarf að leika vel um þá í suðunni - Líklega meira en þetta.
User avatar
loki
Villigerill
Posts: 13
Joined: 13. Mar 2013 17:57
Location: Malmö svíþjóð

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by loki »

Ég þarf að taka tímann á því hve lengi hann er að ná suðu en hann var ekki nema 20 mínútur úr 75°C upp í suðumark.

Ég vona bara að þetta hafi sloppið með humlana í þetta skiptið. Annars væri hægt að hnýta pokann stærri, þetta er bara sokkalaga-sekkur. Haldið þið að það myndi sleppa þannig eða mælið þið með því að ráðast í saumaskap og sauma stærri poka ?
They who drink beer will think beer.
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by hallhalf »

Skemmtilegar myndi af flottri smíð.

Halldór.
elvislifir
Villigerill
Posts: 7
Joined: 1. May 2013 20:34

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by elvislifir »

Þetta er flott hjá þér
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by helgibelgi »

Mjög flott! Til hamingju með þetta!

Þú getur líka bara sleppt því að setja humlana í poka og hent þeim beint út í :P
elvislifir
Villigerill
Posts: 7
Joined: 1. May 2013 20:34

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by elvislifir »

Þarf ekki þá að sía þegar hellt er í gerjunartunnuna
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by Plammi »

elvislifir wrote:Þarf ekki þá að sía þegar hellt er í gerjunartunnuna
Ég geri þetta svona, fæ bæði aeration og sía gumsið frá (helli bara síðustu lítrunum yfir sigtið). Vissulega eru meiri þrif í þessu og jafnvel meiri sýkingarhætta en mér finnst það þess virði (þangað til fyrsta sýkingin kemur).

Image
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by hrafnkell »

Ég sía humlana ekkert frá. Mega alveg fara í gerjunarfötuna fyrir mér. Skil þó megnið eftir í pottinum.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Pottur 100L rústfrír með 5500W elementi

Post by gm- »

Sama hér, þetta fellur allt út í gerjunarfötunni, reyni að skilja meirihlutann eftir í pottinum, en það er í fínu lagi að slatti komi með.
Post Reply