Sælir, ég get ekki orða bundist lengur, mér finnst bjórarnir frá Borg farnir að vera allt of dýrir. Er kominn tími á að strike? hreinlega að hætta að kaupa þá? Hvað finnst ykkur?
Verðið á bjór og áfengi almennt er alltof hátt. En það er síst við framleiðendur að sakast. Áfengisgjöldin sem ríkið leggur á eru helsta vandamálið, eftir því sem mér hefur skilist. Ég nenni ekki að afla heimilda svona rétt fyrir háttinn, en einhvern tímann heyrði ég því fleygt að framleiðendur fái í mesta lagi 30 - 40% af söluvirði áfengis.
Hver áfengisprósenta þýðir einfaldlega fleiri krónur í álagningu frá ríkinu.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Já, mér finnst þeir fulldýrir. Svo bætist við að þeir eru með alverstu límmiðana sem ómögulegt er að ná af þannig að þær flöskur fara í endurvinnslu hjá mér.
Þeir eru nú oftast góðir, þannig að ég kaupi alltaf smakk, en ekki mjög marga.
Ég veit það ekki alveg... Frekar gott value venjulega ef maður miðar við bjóra af sambærilegum gæðum, t.d. mikkeller, latrappe o.fl. 2xúlfur er til dæmis á um ~750kr, en hann er líka 9% og humlaður 4x meira en standard úlfur. Þessi auka 3% kosta ~52kr auka í áfengisgjald og humallinn kostar eitthvað meira. Svo er dýrt að setja bjóra í sölu í stuttan tíma.
einarornth wrote:Svo bætist við að þeir eru með alverstu límmiðana sem ómögulegt er að ná af þannig að þær flöskur fara í endurvinnslu hjá mér.
Einar, ef þú setur sjóðandi heitt vatn í flöskuna (án þess að bleyta miðann) þá getur þú auðveldlega plokkað miðann af og nuddar svo límið með matarolíu. Basic..
Að öðrum kosti máttu setja þær í poka og ég skal taka þær hjá þér..
einarornth wrote:Svo bætist við að þeir eru með alverstu límmiðana sem ómögulegt er að ná af þannig að þær flöskur fara í endurvinnslu hjá mér.
Einar, ef þú setur sjóðandi heitt vatn í flöskuna (án þess að bleyta miðann) þá getur þú auðveldlega plokkað miðann af og nuddar svo límið með matarolíu. Basic..
Að öðrum kosti máttu setja þær í poka og ég skal taka þær hjá þér..
Jájá, ég bara nenni svoleiðis veseni ekki, það tekur þá nokkrar mínútur pr. flösku -> allt of mikið vesen! Hef líka prófað hitabyssu sem virkar vel, en sama vandamál, tekur allt of langan tíma.
Þú mátt endilega fá þessar flöskur hjá mér, sérstaklega ef þú átt einhverjar Gæðings-flöskur í skiptum!
hrafnkell wrote:Frekar gott value venjulega ef maður miðar við bjóra af sambærilegum gæðum, t.d. mikkeller, latrappe o.fl.
Já, það er fullt af allt of dýrum bjórum í ríkinu og þar á meðal mikkeller, en mér finnst nú latrappe sleppa, hægt að fá 10% quadrupel á 598 kr. sem sýnir að það er ekki hægt að fela verðið alveg á bakvið háa áfengisprósentu. Það er áhugavert að fara inn á atvr.is og raða bjórnum eftir verði og renna svo yfir listann. Gefur manni ágætis mynd af því hvaða bjórar eru "overpriced". Ég allavega hef það á tilfinningunni að Borg sé að hækka sína álagningu en það er svo kannski bara eðlilegt þegar að menn slást stundum um bjórana þeirra
Mér finnst ekkert að því að brugghús fái eitthvað fyrir sinn snúð!
Borg gerir einfaldlega frábæra bjóra, sem seljast upp (árstíðarbjórarnir amk), og því finnst mér ekkert að því að þeir verðleggji þá hátt.
Vandamálið er þessi einokunarverslun ríkisins, það er augljóst. Svo lengi sem þeir hafa einokun og skatta allt í drasl verður verðið hátt.
Ég hef samt heyrt um akkúrat öfugt "vandamál" við þessa einokunarverslun, þeas hvernig þeir verðleggja vörurnar, að sumar vörur sem myndu hafa hátt markaðsverð eru verðlagðar langt undir því í vínbúðum ríkisins. Hef heyrt að fólk ferðist hingað utan frá reglulega til að hreinsa úr hillum hérna og taka með heim og selja þar, borgar ferðina og umfram.
Alveg sammála um að bjórinn frá Borg er vel heppnaður enda kaupi ég mikið af honum. Ég get bara ekki að því gert að maður fer að hugsa þegar að 33cl flaska fer að slaga í 1000 kallinn, kippa kostar 4422 kr.
Ég henti þessu upp í excel að ganni, og mér sýnist Ölgerðin vera að fá c.a. 332 krónur fyrir Úlf í öðru veldi á meðan að þeir fá 199 krónur fyrir venjulegan Úlf. Getur verið að það kosti þá 133 kr. meira per flösku að gera tvöfaldan Úlf? Það væri svo áhugavert að skoða fleiri bjóra ef ykkur dettur eitthvað í hug.
Mér finnst að þeir mættu leggja í meira en eina litla lögn.
Það virðist klárlega vera markaður fyrir þessa bjóra.
Af þessum 17 bjórum þeirra hef ég bara smakkað 6, þar af eru 4 sem eru "alltaf til". Annað hvort er ég mjög blindur á hillurnar eða þeir stoppa ekki lengi á hillunum.
Silenus wrote:Getur verið að það kosti þá 133 kr. meira per flösku að gera tvöfaldan Úlf?
Humlar eru dýrt hráefni og þessvegna er þetta ekkert óeðlilegt. Og þó hann heiti 2xúlfur þá las ég í Fréttatímanum að það væri 3x meira af humlum í honum. Einnig er meira framleitt af venjulega Úlfinum og því verður hann ódýrari.
Þess má geta að ég fór í ríkið í gær og keypti eftirfarandi:
2 stk Úlfur Úlfur
1 stk Mikkeler Coffee IPA
1 stk Sierra Nevada Torpedo Extra IPA Verð=3021kr
Fannst þetta verð stinga aðeins en á móti þá hefði ég getað keypt mér ódýrari bjóra.
Í gerjun: Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited Hans Klaufi á FB
Mig minnir að Stulli hafi talað um að það færi 4x meira af humlum í 2xúlf en 1xúlf. Þannig að þar hækkar verð per flösku eitthvað, en einnig er trub loss af svon miklum humlum eitthvað hærra. Svo kemur meira malt (og líklega lægri nýtni). Ég hugsa að þetta sé nokkuð svipuð álagning og þeir hafa verið í. Amk ekki einhver massíf breyting.
Kannski er þetta bara aukinn efniskostnaður við þennan ákveðna bjór þó svo ég eigi erfitt með að trúa því. Hvað þarftu mikið meira að korni til að ná honum úr 6% í 9%? Er það svo mikið. Ok, humlar eru dýrir en hvað þá með aðra "stóra" bjóra frá þeim sem ekki eru með allt þetta humlamagn? Hvað kostaði t.d. Giljagaur var hann ekki hátt í 900 kall?
Það þarf held ég að hugsa aðeins öðruvísi um svona stóra bjóra. í Ameríku er algengt að þeir komi í 4 pack (eða jafnvel í 650 ml bomber) í staðinn fyrir 6 pack svo menn kaupi frekar minni einingar. Hoptimum frá Sierra Nevada er t.d. í 4 pack á meðan Torpedo IPA er í 6.
4 flöskur af Úlf úlf, sem innihalda meira alkóhólmagn en 6 flöskur af venjulegum Úlfi, kostar 2948 kr. meðan kippa af venjulegum kostar 2604 kr. Ef maður hugsar dæmið þannig er þetta ekki svo mikill munur, en upplagið er líklega stærsti þátturinn.
Svo má bæta við að La Trappe verðið er ekki sambærilegt við litlu brugghúsin. Þeir eru með stóran dreyfingaraðila, Bavaria, á bakvið sig sem niðurgreiða bjórana þeirra. Sama á við um fleiri tegundir s.s. Newcastle, Leffe, Hohegaarden og Franziskaner (sem er ástæðan fyrir því að hann kostar rúmum 100 kalli minna en Weihenstephaner þó uppskriftin sé nokkurnveginn sú sama).
Ég hugsa að þeir hefði geta verðlagt Giljagaur miklu hærra og samt selt allt. Ég hugsa að inn í því verði sé soldið meira en bara efniskostnaður, því gerjunartíminn er miklu lengri og því fylgir aukinn kostnaður.
Við skulum ekki gleyma því að:
1) Fyrirtæki þurfa að græða peninga, annars færi fyrirtækið á hausinn
2) Inn í "hlutur brugghúss" er Laun starfsmanna, efniskostnaður, tækjakostnaður og miklu fleira
3) Tilraunabjórar kosta miklu meira í framleiðslu því inn í verðinu eru "misheppnaðar tilraunir" og allur kostnaður sem því fylgir
4) Ef söludeildin væri ekki að setja eins hátt verð á vöruna og markaðurinn er tilbúinn til að borga þá væru þau ekki að vinna vinnuna sína
Ekki það að ég sé sáttur við að borga svona hátt verð en ég skil meira verðlagningu frá dreifingaraðila heldur en skattana. Lækkun verðs frá framleiðanda kæmi frekar vegna aukinnar samkeppni og lækkun kostnaðar með hagræðingu í reksri.
Til að fá almenna lækkun til neitandans þá þarf að endurskoða áfengisskattinn. Sá skattur er færður inn á rökum sem á sér enga stoð í raunveruleika nútímans. Það hefur í alvörunni komið skýringar frá ríkisstjórn um að skatturinn sé til þess að minnka óhóflega drykkju landsmanna, s.s. þetta er lausn ríkisins við alkahólisma.
Það eru til rannsóknir sem sýna fram á að verð hefur engin áhrif á hvernig fólk drekkur, ennfremur eru til rannsóknir sem sýna jafnvel fram á að hátt verð styðji undir verra drykkjuminstur.
Hvernig fólk drekkur er menningarlegt frekar en efnahagslegt vandamál.
P.S. Ég get grafið upp þessar rannsóknir ef menn hafa áhuga, annars fann ég þetta í fyrra með einfaldri google leit.
Í gerjun: Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited Hans Klaufi á FB
Sammála Plamma #4. Þegar öllu er á botninn hvolft áttu að selja á því verði sem neytendur eru tilbúnir að greiða, þó þannig að hagur þinn (hagnaður eða annað) sé sem mestur. Það er bara vonandi það sé yfir kostnaðarverði
Líka sammála varðandi áfengisskatt. Hann hefur hækkað verulega í fjármálaráðherratíð VG. Svo sem ekki líklegt hann verði lækkaður af nýju stjórninni, en þó veit maður aldrei. Það er tímaskekkja að verðleggja hverja % áfengis. Frekar ætti bara að vera vörugjald á innkaupsverði eins og á öllum öðrum vörum, svona svipað og sykurskatturinn. Get sætt mig við mismunandi hátt vörugjald eftir flokkum til að stýra neyslu frá sterkari drykkjum til veikari. Svo myndi ég vilja að bjór allt að 4% væri án slíks gjalds.
Áfengisgjald eftir % hefur stórskaðað íslenska bjórmenningu, leyfi ég mér að fullyrða. Íslendingar spá meira í hvað bjórinn er sterkur heldur en hvernig hann bragðast. Sbr þessa frábæru fyrirsögn. Þarf að segja meira? http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... --52---67-" onclick="window.open(this.href);return false;
Gott að það séu allir sammála um þennan blessaða áfengisskatt rétt að hann er að skemma mikið fyrir okkur sem eru hrifnir af þessum áfengismeiri, nei ég meinti áhugaverðari bjórum.
Það væri rosa gaman að heyra eitthvað frá bruggurunum í Borg um hvort rúmlega 100 krónu hækkun per 33cl sé eðlileg og skýrist af þeim atriðum sem menn hafa hér verið að benda á, fyrir utan punkt 4 frá Plamma því þar erum við eimmit komnir að kjarna þess sem ég vildi benda á. Mér finnst eins og sölu og markaðsdeildin hjá Ölgerðinni sé að fara fram úr sér með álagningu á þessa frábæru bjóra og vildi fá ykkur hér á Fágun til að vera sammála mér með það. Hér eru menn sem hafa smá tilfinningu fyrir því hvað það kostar að búa til bjór þó við höfum ekki innsýn inn í kostnaðarliði í stóru brugghúsi. Ölgerðin er jú stórt brugghús á íslenskan mælikvarða.
Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
Það er gaman að sjá þetta brotið niður, en vantar ekki álagningu Vínbúðarinnar í þessa útreikninga? Ekki það að hún gerbreyti öllu, þetta er bara nittpikk.
bjorninn wrote:Það er gaman að sjá þetta brotið niður, en vantar ekki álagningu Vínbúðarinnar í þessa útreikninga? Ekki það að hún gerbreyti öllu, þetta er bara nittpikk.