TRI-centennial - OG of hátt?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

TRI-centennial - OG of hátt?

Post by busla »

Var að setja í IPA lögun og fékk 1052 í OG en ekki 1068 eins og minnst er á í uppskriftinni. Hvaða afleiðingar gæti þetta haft?

Busla
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: TRI-centennial - OG of hátt?

Post by gm- »

Afleiðangarnar eru léttari bjór, bæði í alkóhólmagni og body, það er líka líklegt að ef að þú notar sama humlamagn og var planað fyrir 1068 þá verði beiskjan meira áberandi.

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir lágu OG, en tengist oftast lélegri nýtni (nema þú hefur mælt vatnið kolvitlaust). Væri ágætt að fá nánari lýsingu, vatnsmagn, kornmagn, meskihitastig og meskitími, BIAB vs 3 ílát osfrv.

Mældiru OG við 20°c? Ef virturinn er mældur við hærra hitastig færðu lægra OG
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: TRI-centennial - OG of hátt?

Post by hrafnkell »

Styð það sem gm sagði... Vantar aðeins meiri upplýsingar til að segja til um hvað var að.
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: TRI-centennial - OG of hátt?

Post by busla »

Ég fór eftir leiðbeiningunum á brew.is (http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;)

27 L af vatni
meskihitastig frá 64-68 allan tímann.
Mældi OG við svona 23-24 gráður
Kornmagn eftir uppskrift
Humlamagn eftir uppskrift en ég hliðraði magni á tímasetningum fyrir slysni.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: TRI-centennial - OG of hátt?

Post by hrafnkell »

Ekkert mashout? Hvað var virtinn heitur þegar þú mældir sykurinn?
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: TRI-centennial - OG of hátt?

Post by busla »

"Mældi OG við svona 23-24 gráður"

Hvað er mashout?

Eftir að hafa soðið virtinn lét ég hann kólna yfir nótt og mældi svo reglulega þar til hann hafði lækkað niður í 23-24 gráðum.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: TRI-centennial - OG of hátt?

Post by gugguson »

Af hverju viljið þið meina að það verði minna body með of lágu OG?

Ég myndi halda að FG stýri því hversu mikið body verður í bjórnum. Ef uppskrift segir t.d. 1.010 eigi að vera FG en hann endar í 1.015 þá verður body væntanlega meira en uppskrift segir til um.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: TRI-centennial - OG of hátt?

Post by busla »

Jæja, 36 klst eftir að gerinu var dreift yfir hefur gerjunin stoppað, þ.e.a.s. engin hreyfing í vatnslásnum. Hún hófst 12 tímum eftir að gerinu var dreift yfir svo þetta eru ekki meira en 24 klst í gerjun.

Ég las í gær að gerjun í 2 daga sé ekki óeðlilegt ef allt er eins og það á að vera, rétt sykurmagn á móti geri, rétt hitastig, engin baktería, o.s.f.v.

Ég ætla að setja sykurflotvog í hann á eftir og athuga málið.

Hver er ykkar reynsla af þessu?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: TRI-centennial - OG of hátt?

Post by hrafnkell »

Láttu bjórinn bara í friði næstu vikuna allavega. Græðir ekkert á því að mæla hann strax. Gerið er enn að vinna.
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: TRI-centennial - OG of hátt?

Post by busla »

Takk fyrir þetta Hrafnkell.

Ég mældi hann áður en ég sá þetta og hann er kominn í 1012. Þannig að FG er orðið 1/4 af OG. Las um að það væri ágætis viðmið.
Post Reply