Ég breytti út af vananum og skolaði kornið eftir meskingu síðustu skipti, núna síðast í gær.
Nýtnin hoppaði upp í 75% úr 65% sem ég hef vanalega verið í með BIAB.
Ég fór að velta fyrir mér tækninni við það, hef núna bæði skellt pokanum í sigti og skolað í gegnum hann. Hef einnig díft honum í vatn og látið leka af (dunk sparge).
Báðar aðferðir hífa upp nýtnina.
Var frekar aumur í höndunum eftir að hafa kreyst heitann pokann, þurfti einnig að sjóða lengur þar sem rúmmálið var of mikið
eru einhverjir aðrir sem gera eitthvað álíka?
Hvaða tækni beita menn helst, það væri gaman að heyra hvernig þið gerið hlutina?