Pottarannsóknir

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Pottarannsóknir

Post by andrimar »

Enn heldur maður áfram að sanka að sér dóti fyrir "all-grain" bruggun. Nú hefur maður verið að skoða, eins og titillinn gefur til kynna, potta. Og ykkur að segja lýst mér ekki á verðin ef ég á að vera hreinskilinn. Þetta er það sem ég hef ná að safna saman. Stærðir eru í þvermál x hæð.

Code: Select all

A. Karlsson: 
    44,5l 44.000 kr. Engar stærðarupplýsingar.
Bako-Ísberg: 
    Eigum ekkert svona stórt (+30l)
Fastus: 
    Áttu ekki 44l lágan pott lengur en þetta áttu þeir í kring, all undir "normal" pottar.
    50l 25.500 kr. 40x40cm
    33l 19.000 kr. 35x35cm
Finnst skrýtið þetta svar hjá Bako-Ísberg, keypti Úlfar ekki sinn pott þar?

Miðað við það sem ég hef verið að lesa er að breiður og lár pottur sé betri uppá uppgufunar útreikninga og auðveldara að ná upp suðu, e-ð til í því?

Er ég að gleyma e-um verslunum eða er þetta það eina sem er í boði? Finnst þetta frekar fátæklegt framboð og dýrt.
Kv,
Andri Mar
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Pottarannsóknir

Post by Stulli »

andrimar wrote:
Miðað við það sem ég hef verið að lesa er að breiður og lár pottur sé betri uppá uppgufunar útreikninga og auðveldara að ná upp suðu, e-ð til í því?
Það að ná upp suðu er háð flatarmáli hitaflutningsyfirborðsins (heat transfer surface) og hvað maður bætir mikilli orku í kerfið. Þannig að, ef potturinn er breiður geturðu td etv notað allar rafmagnshellurnar á helluborðinu þínu og nýtt þannig heildar orkuna sem að þeir hafa uppá að bjóða.

Mér finnst 25.500 kr alls ekki vera slæmt fyrir 50L pott, er hann ekki annars úr ryðfríu stáli?
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Öli
Kraftagerill
Posts: 103
Joined: 8. May 2009 10:51

Re: Pottarannsóknir

Post by Öli »

Kokka á laugarveginum - ef það er ennþá starfandi og bara ef þú vilt borga mikið fyrir hlutina.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Pottarannsóknir

Post by andrimar »

Mér finnst 25.500 kr alls ekki vera slæmt fyrir 50L pott, er hann ekki annars úr ryðfríu stáli?
Það er sennilega rétt hjá þér, maður er bara alltaf fastur í að horfa á verðin úti í $ og reikna beint yfir og gleyma sendingu og vaski.

Hvað gæti samt orsakað þennan svakalega verðmun? Nú eru þetta allt svipaðar verslanir, þ.e. þjóna nokkurn vegin sömu atvinnugreinum í heildsölu og ekki býst ég við það sé mikill munur á ryðfríum suðupottum, samt munar næstum 100% á verðinu. Skrýtið.

En er þá ekki málið bara að skella sér á einn 50 lítra, bigger is better, right?
Kv,
Andri Mar
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Pottarannsóknir

Post by Hjalti »

Geiri EHF eru með fullt af þessu. Líka slatti notað sem má alveg nota :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Pottarannsóknir

Post by andrimar »

Takk fyrir þetta, kíki á þá á mánudaginn!
Kv,
Andri Mar
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Pottarannsóknir

Post by nIceguy »

'Uff það eru myndarleg verð á þessum pottum. Ég ætti kannski að taka með einn eða tvo héðan þegar ég flyt heim næsta sumar?

:)
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Pottarannsóknir

Post by Squinchy »

Ég og Grétar Grétarsson vorum að fjárfesta í 70 eða 75 lítra pott (man ekki hvort það var :D ) og gas brennara

Þarf bara að setja krana á pottinn og kannski hitamælir
Mynd af hlassinu
Image
kv. Jökull
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Pottarannsóknir

Post by andrimar »

Djöfullsins snilld Jökull! Einmitt búinn að vera að spá í því hvort maður verði ekki að fá sér e-ð svona ferlíki ef maður fer í 50l+ pott.
Kv,
Andri Mar
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pottarannsóknir

Post by Andri »

mmm allur bjórinn sem verður til í þessu
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Pottarannsóknir

Post by nIceguy »

Vá, það er hálf kjánalegt að segja það en samt....þetta er bara svo fallegt ;)
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Pottarannsóknir

Post by Squinchy »

Haha já þetta er mjög fögur sjón :D
kv. Jökull
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Pottarannsóknir

Post by ulfar »

Var á Akureyri og keypti nokkuð heillegan 30 ltr mjólkurbrúsa úr áli á 4500 kr. Ælta að nota hann fyrir meskiker. Hinsvegar fór ég að velta því fyrirmér hvað hægt væri að gera við hann. Á gashellu er pottþétt hægt að nota hann til suðu. Svo er hann góður undir heitt vatn. Kaupi annan ef ég finn hann. Mjólkurbrúsar eru til stærri en 30 ltr.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pottarannsóknir

Post by Eyvindur »

Það væri líka örugglega hægt að setja hitaelement í svona mjólkurbrúsa... Það gæti verið algjör snilld. Líka eflaust lítið mál að skella krana og sigti í hann og þá er maður kominn með stórkostlegan suðupott fyrir sáralitla peninga. Liggja svona pottar ekki um allt land, ónotaðir? Örugglega hæg heimatökin víða.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Pottarannsóknir

Post by sigurjon »

Það má líka athuga með potta hjá Geira: http://www.geiriehf.is/index.php
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Pottarannsóknir

Post by Andri »

þið eruð komnir hálfa leið í það að búa til eimingartæki þá :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Pottarannsóknir

Post by andrimar »

Eyvindur, ég hef verið að leita að svona mjólkurbrúsum í dágóðan tíma fyrir verkefni(þið vitið hvað ég meina). Er alltaf að sjá svona og spyrja fólk hvar því hefði áskotnast þessi brúsi og svarið er alltaf "Vinur minn/Frændi minn sem er bóndi átti 3 eftir...." og svo framvegis. Held það hafi verið gert við þessa brúsa eins og corny kútana hjá Egils(fjandinn hafi þá), þegar var hætt að nota þetta var þessu bara hent. Helvítis einotaþjóðfélag sem við búum í.
Kv,
Andri Mar
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Pottarannsóknir

Post by Squinchy »

Ölgerðin notar kútana reyndar í þrif á slöngunum og krönunum á veitingarstöðum
kv. Jökull
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pottarannsóknir

Post by Idle »

Er að leita mér að góðum stálpotti og búinn að afla tilboða frá Fastus og Jóhanni Ólafssyni & Co. Geiri ehf. hefur ekki svarað enn. Verðmunurinn er skelfilegur á þessum.

Fastus býður 21 l. (hæð 30, þvermál 30) á kr. 8.983 (með 10% afslætti, fullt verð 9.981 kr.). Lok fæst á 1.215 með 10% afslætti (fullt verð 1.350). Eins buðu þeir mér 22 l. pott (hæð 26, þvermál 32) á 11.484 kr. og lokið á 2.122 kr (ekki voru gefin upp afsláttarverð fyrir þennan, en ég reikna þó með að þeir myndu veita sama 10% afsláttinn).

Jóhann Ólafsson & Co buðu 22,5 l. (hæð 22, þvermál 36) á 22.784 með vsk. Enginn afsláttur, og ekkert verð í lok.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pottarannsóknir

Post by Eyvindur »

Þetta eru full litlir pottar, nema þú ætlir að fara töluvert undir 19 lítra skammta. Vanalega er reiknað með ca. 4 lítrum í uppgufun, og það borgar sig að vera með nokkra lítra umfram það til að sem minnstar líkur séu á að það sjóði upp úr (það verður SVAKALEGA klístrað og subbulegt). Ég myndi ekki kaupa neitt minna en 30l. Nema auðvitað að þú ætlir að gera 10-12l skammta, en ef þú ætlar að brugga all grain finnst mér nú ekki taka því fyrir minna en 19 lítra.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pottarannsóknir

Post by Idle »

Ég býst ekki við að fara út í all-grain nærri því strax, og enn síður stærri skömmtum en 10 til 15 lítra. Sendi póst til Fastus þegar ég byrjaði að svara hér, og fékk svarið sent um hæl.

Pottur 31,5 lítra, hæð 25, þvermál 40, kr. 12.452 m/10% afslætti (fullt verð 13.835 kr.). Það munar svo sem ekki öllu á verðinu, svo kannski maður verði bara við öllu búinn og taki 31,5 lítra pott. :)

Hann myndi þá væntanlega nægja fyrir 20 lítra skammta, all-grain eður ei?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pottarannsóknir

Post by Eyvindur »

Já, nákvæmlega. Ég brenndi mig á því að kaupa of lítinn pott og lenda síðar í vandræðum, einmitt þegar ég hafði síst efni á því. Betra að vera við öllu búinn. Auk þess, ef þú ætlar að kaupa extract kit, eru þau öll í 19 lítra skömmtum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Hjortur
Villigerill
Posts: 13
Joined: 23. Jul 2009 23:49

Re: Pottarannsóknir

Post by Hjortur »

Ég hef verið að brugga allgrain ale í ýmsum útgáfum. Keypti plast tunnu í Ámunni til að sjóða og hefur gefist vel. Í næstu lögn ætla ég að sjóða í 50 l plast tunnu. Ég ætla að nota elementið og hitastillinn úr ámutunnunni og bæta við öðru elementi úr hraðsuðukatli til að fá auka boost til að geta startað með amk 45 lítra sem verður fínn skamtur á 2 corny kúta í einu.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pottarannsóknir

Post by Eyvindur »

Það er örugglega betra að reyna að redda elementi úr þvottavél. Ég held að þau séu með lægri þéttleika (density). Spurning um að kíkja í Sorpu og sjá hvort þú getur hirt element úr einhverri vél.

Ég rannsakaði svona plastfötusuðudæmi ansi vel á sínum tíma, en fann aðrar lausnir. Eins og þú veist væntanlega þarf aðallega að passa að plastið sé vel þykkt og food-grade.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Hjortur
Villigerill
Posts: 13
Joined: 23. Jul 2009 23:49

Re: Pottarannsóknir

Post by Hjortur »

Takk fyrir ábendinguna. Þetta mun ég skoða.
Post Reply