kegerator, keezer eða eitthvað annað?

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

kegerator, keezer eða eitthvað annað?

Post by kari »

Er mikið að velta fyrir mér að "kegga".
Hins vegar er ég afskaplega aðþrendur og hef ekki pláss fyrir þessa
hefðbundnu "keggerators" eða "keezers".

Hvernig eruð þið að leysa "kældur tunnubjór í glas" vandamálið?
Eða eru kannski allir með pláss fyrir keezera?
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: kegerator, keezer eða eitthvað annað?

Post by Proppe »

Þú gætir verið með fötu af klakavatni, sett koparspíral þar í og dælt bjórnum í gegnum á leiðinni í dæluna.
Nú eða verslað þér kælipressu eins og finnst á flestum börum sem selja bjór á dælu, en þær eru rándýrar.

En hvoru tveggja tekur varla minna pláss en kegerator eða keezer.
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: kegerator, keezer eða eitthvað annað?

Post by kari »

Proppe wrote:Þú gætir verið með fötu af klakavatni, sett koparspíral þar í og dælt bjórnum í gegnum á leiðinni í dæluna.
Já held það sé of mikið "sull" og vesen til að hafa inni hýbýlum. En sniðugt til að redda sér kannski út í garði
við grillið og pottinn.
Proppe wrote:Nú eða verslað þér kælipressu eins og finnst á flestum börum sem selja bjór á dælu, en þær eru rándýrar.
Ertu þá að meina eitthvað svona: http://www.lindr.cz/luxurious-beer-cool ... y-tower-25" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; ?
Gæti verið lausn. Hverjir ætli selji svona stuff hérna heima?

Er ekkert issue að hafa bjórinn í tunnunni við stofuhita í kannski nokkrar vikur þó að vissulega komi hann kaldur úr krananum (gefið að maður fylli á með CO2 en ekki lofti)?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: kegerator, keezer eða eitthvað annað?

Post by gm- »

http://www.ontariobeerkegs.com/product_ ... tarkeg.htm" onclick="window.open(this.href);return false;

Þessi gerð tekur nú frekar lítið pláss :)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: kegerator, keezer eða eitthvað annað?

Post by gunnarolis »

Ef þú hefur ekki pláss fyrir neinn stað til að kæla kútana, þá held ég að þetta mál sé sjálfkrafa dauðadæmt.

Kútarnir fylla upp í ísskápinn hjá mér, og þetta tæki ekkert mikið minna pláss þó ísskápurinn væri ekki til staðar.

Það er einnig verulega erfitt að kolsýra bjórinn og servera hann nema að vera með ísskáp, það er þó mögulegt.

Ég mundi sennilega láta þetta mál bíða betri tíma...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: kegerator, keezer eða eitthvað annað?

Post by hrafnkell »

Kannski auðveldara að koma 2.5g kútum fyrir. Þetta tekur samt alltaf sitt pláss.
Post Reply