KeyKeg

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

KeyKeg

Post by æpíei »

Ég sé að Ölvisholt boðar að nota þetta kerfi til að senda bjór til söluaðila erlendis síðar á þessu ári. Er þetta áhugavert? Er öld einota kúta að renna upp?

http://www.keykeg.com/en/" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: KeyKeg

Post by gunnarolis »

Ef þú ætlar að flytja bjór milli landa í kútum meikar ekki mikinn sens að senda stálkúta út, og senda svo loft (tóma kúta) til baka. Þetta eru mjög sniðugir kútar, og standast margnota kútum fyllilega snúning.

Þetta er komið til að vera.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: KeyKeg

Post by helgibelgi »

gæti verið jákvætt fyrir okkur heimabruggara. Ef brugghús sem áður notuðust við stálkúta fara að nota þetta þurfa þeir að losa sig við gömlu kútana. Þá bíðum við á planinu tilbúnir að taka við þeim :D

Myndi líklega auka framboð af notuðum kútum á markaðinn => lækka verðið.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: KeyKeg

Post by æpíei »

Líka áhugavert fyrir heimabruggara að þetta eru einota plastpokar sem ekki þarf að þvo eða sótthreinsa, sparar tíma og minnkar sýkingarhættu. Ef ég skil þetta rétt er um nokkra kosti að ræða fyrir ytra birgði utan um pokann: annað hvort hart gært plast sem er margnota eða einnota úr pappa. Sá seinni er áhugaverður. Maður er sem sagt ekki bundinn af því að nota bara þá kúta sem maður á, heldur er hægt að bæta við kútum eins og þarf. Ef verðið er fínt væri þetta mjög áhugavert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: KeyKeg

Post by gunnarolis »

Ég sé reyndar ekki af hverju þeir ættu að losa sig við gömlu kútana.

Þetta eru kútar sem eru seldir út landi, þegar það svarar ekki kostnaði að fá kútana til baka.
Heimamarkaðurinn verður nær 100% áfram þjónustaður með stálkútum, þar sem það kostar minna...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: KeyKeg

Post by helgibelgi »

gunnarolis wrote:Ég sé reyndar ekki af hverju þeir ættu að losa sig við gömlu kútana.

Þetta eru kútar sem eru seldir út landi, þegar það svarar ekki kostnaði að fá kútana til baka.
Heimamarkaðurinn verður nær 100% áfram þjónustaður með stálkútum, þar sem það kostar minna...
Já spurning, en ef þessir nýju eru að koma í staðinn fyrir þá þætti mér líklegt að þeir myndu vilja losa sig við þá gömlu.

Eru samt einhver íslensk brugghús að senda kúta út? Held að þetta hefði mest áhrif í útlandinu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: KeyKeg

Post by hrafnkell »

helgibelgi wrote:Eru samt einhver íslensk brugghús að senda kúta út? Held að þetta hefði mest áhrif í útlandinu.
Ölvisholt. Hugsanlega eintök?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: KeyKeg

Post by gunnarolis »

Þessir kútar eru ekki að koma í staðinn fyrir neitt.
Það er verið að hefja útflutning á bjór á kútum, sem hefur ekki verið gert áður. Þar sem það er ekki fýsilegt að senda þá út á stálkútum sem skila sér ekki til baka, þá eru þeir settir á einnota kúta sem er hent eftir notkun.

Engir kútar eru teknir úr notkun == engir kútar fara í sölu.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: KeyKeg

Post by Dabby »

Það væri samt spennandi að skoða hvort þetta henti til notkunar hjá heimabruggurum og ef svo er hvort þeir séu til í að láta frá sér tóma kúta og á hvaða verði það væri þá.
Ég sé fyrir mér að plastkútarnir geti verið fín lausn fyrir heimabruggara ef hægt er að fá pokana innaní og þeir eru í raun það sem er einnota í þeirri útgáfu. líklega er ölvisholt þó að fara í pappakassa útgáfuna.
Post Reply