Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Er að velta fyrir mér að fara að gera eitthvað af mini bruggtilraunum og vantar lítil gerjunar/þroskunar ílát (5L), ég rakst á svoleiðis úr gleri í vínkjallaranum en 2.500 pr. stk. finnst mér frekar mikið þegar mig vantar nokkra. Hefur einhver hugmyndir um hvað er hægt að nota og kostar ekki handlegginn og hvar það fæst.
Einnig er ég forvitinn hver reynsla manna er af því að nota PET plast í langtímaþroskun.
Ég sá ekki alls fyrir löngu í Góða hirðinum 2 flöskur, í hillu vinstra megin við innganginn,
sem eru stærri en gallon. Gæti trúað því að þær séu 5L.
Held að þær hafi ekki kostað mikið.