5L tilrauna ílát.

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

5L tilrauna ílát.

Post by QTab »

Er að velta fyrir mér að fara að gera eitthvað af mini bruggtilraunum og vantar lítil gerjunar/þroskunar ílát (5L), ég rakst á svoleiðis úr gleri í vínkjallaranum en 2.500 pr. stk. finnst mér frekar mikið þegar mig vantar nokkra. Hefur einhver hugmyndir um hvað er hægt að nota og kostar ekki handlegginn og hvar það fæst.

Einnig er ég forvitinn hver reynsla manna er af því að nota PET plast í langtímaþroskun.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: 5L tilrauna ílát.

Post by gosi »

Ég sá ekki alls fyrir löngu í Góða hirðinum 2 flöskur, í hillu vinstra megin við innganginn,
sem eru stærri en gallon. Gæti trúað því að þær séu 5L.
Held að þær hafi ekki kostað mikið.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: 5L tilrauna ílát.

Post by helgibelgi »

Það eru til 5 lítra plast-kútar í Byko. Á eitt svoleiðis, virkar fínt! Kosta ca 500 kall
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: 5L tilrauna ílát.

Post by QTab »

helgibelgi wrote:Það eru til 5 lítra plast-kútar í Byko. Á eitt svoleiðis, virkar fínt! Kosta ca 500 kall
Hvernig plast er í þeim og hefurðu lagerað í þeim til langs tíma í einu ?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: 5L tilrauna ílát.

Post by helgibelgi »

Plastið sem er í þessu heitir HDPE og er merkt nr 2. Það er líka svona matvælamerki utan á.

Hef ekki prófað að lagera neitt til langs tíma. Hef bara notað þetta í Kvass sem tekur um viku max að verða til.

Las mér samt til um plast um daginn og það virðist vera að HDPE plast dugi í þetta.

Ég er samt enginn plast-sérfræðingur en þeir gætu verið einhvers staðar á felum hérna á fágun :P
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: 5L tilrauna ílát.

Post by sigurdur »

HDPE með matvælamerkingu er flott í gerjun.
Þú getur lagerað í þessu íláti.
Post Reply