All grain hugleiðingar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

All grain hugleiðingar

Post by Idle »

Þegar ég hef fest kaup á sjálfum græjunum (á hráefnið, að hunangi undanskildu) og klárað malt extraktið mitt, er ég að íhuga kaup á malti frá Ölvisholti. Eru einhverjir hér búsettir á höfuðborgarsvæðinu sem búa svo vel að eiga kornmyllu og myndu bjóða afnot hennar?

Það er brjálæði að flytja extraktið inn til landsins. Líst hinsvegar mjög vel á listann frá Ölvisholti, en það er þeim vandkvæðum bundið að ég á ekki kornmyllu, og kynni áreiðanlega ekki að stilla slíka rétt, þó svo ég ætti hana.

Örlitlar framtíðarhugleiðingar, því ég reikna með að þetta verði meðal minna helstu áhugamála í vetur. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Ég er einmitt búinn að vera að pæla í hvernig maður getur beðið með að kaupa millu en geta gert all-grain. Þegar millan kostar ekki minna en 130 USD + flutningur + tollur + vsk á íslandi, þá verður hún ansi dýr þessi 25 þúsund króna milla ....
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by Hjalti »

Það er alveg spurning um að versla svona millu nokkrir saman.

Hafa einhverskonar bókunarkerfi á henni í gegnum google calendar

Ekki eins og maður sé malandi korn hvern einasta dag :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Í köfunarsamfélögum er það almennt að í félagshúsum er hægt að fylla á loftkútana sína svo að kafarar þurfi ekki að splæsa í milljón króna áfyllingartæki sjálfir.
Verst að Fágun er ekki með félagshús, annars gætu meðlimir splæst saman í tvær svona millur og haft þær þar.

Allavegana þá væri það ekki ósniðugt ef menn geta komið sér saman um þetta að kaupa tækið saman.

Í öðrum ótengdum orðum, gerjunarílát http://www.usplastic.com/catalog/produc ... t_id=33150 sleeef
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: All grain hugleiðingar

Post by Andri »

60-400 lítra conicals mmmmmm
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: All grain hugleiðingar

Post by Eyvindur »

Slefið yfir þessu, drengir mínir:

http://morebeer.com/search/103503/beerw ... Fermenters
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Þetta er mjög töff og ef ég hefði fengið 6-falda lotto pottinn þá myndi ég kaupa svona... ;)
Ég er búinn að skoða svona SS fermentera, en þeir eru bara of dýrir fyrir minn smekk, þessi plastdunkur kostar lítinn pening, en það þarf að breyta honum auðvitað smá. Svo þarf þess auðvitað ekkert að nota svona fermentera frekar en maður vill (bara auðvelt að ná gerslummunum úr bjórnum og breyta auðveldlega úr primary yfir í secondary).

Allavegana með kornmillur, ég sá áhugavert DIY verkefni á homebrewtalk, http://www.homebrewtalk.com/f11/diy-grain-mill-12858/. Ég myndi búa svona til sjálfur til þess að spara mér nokkra þúsundkalla ef ég ætti græjurnar í þetta, en því miður þá á ég þær ekki og kemst ekki í neinar svoleiðis græjur. (aðallega til að búa til stál/ál rúlluboltana með demantamynstrinu, rest er auðvelt og hægt að útbúa í hvaða bílskúr sem er).
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: All grain hugleiðingar

Post by Andri »

http://www.homebrewtalk.com/f39/easy-st ... ics-90132/" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta virðist vera nokkuð einfalt, hann segist fá 80% nýtni
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Andri, hann þarf samt að brjóta kornið..

Ég er mikið búinn að skoða hvernig megi minnka kostnað við kornmillu og er mikið búinn að spá í að útbúa þetta sjálfur from scratch. Ég er hinsvegar ekki með aðgang í öll tækin sem að ég þyrfti að nota (efast ekki um að ég gæti notað þau öll sömul ef ég hefði aðgang að þeim..).

Gallinn við t.d. Barley crusher er sá að græjan er risastór og þar af leiðandi er mikill flutningskostnaður á vörunni. Miðað við hvað verðið er á minnstu græjunni, með útreiknuðum flutningskostnaði (Heild, 132USD), senda til shopusa og þaðan til íslands, þá gæti varan kostað 28000 miðað við að maður myndi sleppa við skyld toll gjöld. (Það yrði bara shopusa tollur)

Hinsvegar ef maður hefur smá tíma í að útbúa þetta sjálfur, og t.d. býr til base og hopper sjálfur þá getur maður keypt sér svona http://www.crankandstein.net/index.php? ... ducts_id=3 og sett þetta saman. Ég sé ekkert að því að gera smá heimavinnu til að spara sér þúsundkallana.

Útreiknað eins og dollarinn er í dag, þá kostar þetta 76USD plús sending til evrópu, 41.95USD, samtals 117.95 USD. Það sinnum 126 USD plús enginn tollur (þetta er bara unnið stál, sýndist vera 0% tollur á því) sinnum 1.245 til að bæta við vsk, þá er heildarverðið á græjunni komið til landsins 18.502 ISK (segjum bara 20 þúsund, þá geta komið aukagjöld á þetta).

Sumsé yrði 8 þúsund krónum ódýrara og ég er nú oft tilbúinn að eyða nokkrum tímum í það að spara mér skitnar 5 þúsund krónur .. eins og sjá má á viðhengdri mynd.
Image (útbjó mér þetta til að spara mér 5þús kr bottle tree)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Nú, svo er auðvitað hægt að vera enn meira dirt-cheap DIY og kaupa par af lóðstöngum með rifflum og vinna úr þeim.
http://www.orninn.is/product_info.php?c ... 6ac3cbe...
Svo notar maður bara það ódýrasta af öllu sem að maður finnur .. ;-)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: All grain hugleiðingar

Post by Andri »

Ég var einmitt að pæla í að búa til mitt eigið bottle "tré" en ég ætlaði bara að gera það úr ágætlega sverum málmvír og sjóða saman þannig að ég gæti hengt flöskurnar bara upp á vegg hliðina á vaskinum. teikna kanski mynd af þessu á eftir þannig að það verði auðveldara að skilja það.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Hvernig sem því líður þá er ég búinn að vera að skoða DIY grain mill, og hef trúlega fundið lang-ódýrustu lausnina miðað við að maður komist ekki að hjá rennismiði, handsnúna pastavél.
http://www.homebrewtalk.com/f11/using-p ... ain-75784/

Ég var að fá tölvupóst til baka frá Fastus og þeir eiga það ekki til á lager.
Kokka á svona handsnúna, en það kostar 12900 hjá þeim.
Pipar og Salt eiga Imperia handsnúna og kostar þetta 9900 (staðgreitt) hjá þeim.
Ég finn hvergi annars staðar hérlendis. En ég tel að þetta sé svona alveg príma diy cheapskate lausn fyrir millu.
Dori
Villigerill
Posts: 16
Joined: 16. Jun 2009 14:17

Re: All grain hugleiðingar

Post by Dori »

Rakst á þetta þegar ég var á DIY vafri:
http://forum.northernbrewer.com/viewtopic.php?t=30891" onclick="window.open(this.href);return false;
Er mjög einfalt og ódýrt að föndra og ætti að vera hægt að smíða í hvaða bílskúr sem er.

Er einhver búin að prófa?

D
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: All grain hugleiðingar

Post by Eyvindur »

Déskoti sniðugt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: All grain hugleiðingar

Post by Andri »

http://www.lehmans.com/store/Natural_Go ... ll___37250" onclick="window.open(this.href);return false;
virðist vera ódýrt, $45
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: All grain hugleiðingar

Post by Idle »

Andri wrote:http://www.lehmans.com/store/Natural_Go ... ll___37250
virðist vera ódýrt, $45
Var einmitt að skoða eina svona hjá The Brühaus (keypti allt mitt hráefni þaðan). Sennilega væri þetta alveg nóg fyrir svona nýgeril eins og mig, er það ekki? :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Ég er búinn að vera að athuga svona græjur og það virtist vera eitthvað general consensus að það sé ómögulegt að stilla þetta fyrst, en eftir að það er búið, þá eru kornin í lagi. En almenna tilfinningin sem að ég fékk var sú að það væri ónýtt að nota þetta, fólk væri yfirleitt ánægðara með barley-crusher týpurnar. Þetta gætu hinsvegar verið algjörir fordómar hjá fólki sem að er ekki tilbúið að prófa þessa lausn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: All grain hugleiðingar

Post by Eyvindur »

Ég hef bara heyrt slæma hluti um Victoria myllurnar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: All grain hugleiðingar

Post by Idle »

Eyvindur wrote:Ég hef bara heyrt slæma hluti um Victoria myllurnar.
Ég hafði líka gert það, en skoðanir eru skiptar um það sem annað. Raunar stóð ég mig að því nýverið að byrja á löngum spjallþræði, þar sem umfjöllunin var neikvæð alla fyrstu síðuna, svo ég hætti að lesa þar. Hélt áfram fyrir einhverja rælni seinna, og þá fóru aðrar og fjölbreytilegri umsagnir að koma í ljós. ;)

Hér og hér er að finna áhugaverða þræði þar sem Corona/Victoria eru ýmist lofaðar eða sveiað. Helst virðist mér fólk gefast upp á að stilla þær rétt, en eftir það segja aðrir að þetta sé ekkert síðra en dýrari Barley Crusher. Nýtnin virðist almennt á milli 70 og 80%, en minnst er á Charlie Papazian sem hefur aldrei notað annað, og hans nýtni er 87%. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: All grain hugleiðingar

Post by Eyvindur »

Jæja, flott mál. Ef menn hafa þolinmæði til að stilla þetta (sem er greinilega ansi mikið mál, ef vel á að vera) er þetta náttúrulega sallafínt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Eyvindur wrote:Jæja, flott mál. Ef menn hafa þolinmæði til að stilla þetta (sem er greinilega ansi mikið mál, ef vel á að vera) er þetta náttúrulega sallafínt.
Pun intended? ;)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: All grain hugleiðingar

Post by Eyvindur »

Jájá, því ekki það... Það hljómar betur en að þetta hafi verið ómeðvitað. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Jæja, nú er ég búinn að redda mér pastavél. Var að kaupa hana lítið notaða á 4500 kr.
Næsta skref er að taka svo rúllurnar og hakka þær í spað með borvél og sterkum bor!!!
Eftir það þá er það minnsta málið, að útbúa base og hopper í kring um þetta.

Myndir munu fylgja!!
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: All grain hugleiðingar

Post by Eyvindur »

Hljómar vel. Leyfðu okkur að fylgjast með.

Hvernig er það, heldurðu að svona græja sé alveg nógu sterk fyrir kornmölun? Pasta er ansi mjúkt... Korn ansi hart...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: All grain hugleiðingar

Post by sigurdur »

Á meðan ég er ekki að reyna að mala hveiti á 10.000 RPM, þá ætti ég að vera nokkuð öruggur.
Af þræðinum "Using a pasta maker to mill grain" þá voru bara 2 vélar sem að var reportað sem ónýtar, og í bæði skiptin þjösnuðust aðilarnir allt of mikið á vélinni.
Þetta var mikið rætt og margir sem að notuðu þetta til að brugga a.m.k. 9 laganir (sem að var greint frá eftir því sem að ég man best).
Post Reply