* Fyrstu IPA bjórarnir voru SMaSH með svokölluðu White malti (mjög ljóst Pale malt) og East Kent Goldings.
* Upprunalegu bjórarnir voru mun líkari nútíma amerískum IPA (í lit, styrk og beiskju) en klassísku ensku útgáfunni.
* Bjórinn var látinn eldast í 9-12 mánuði áður en hann var sendur austur, því þeir voru smeykir við sprengingar í tunnunum á rúmlega 6 mánaða ferðalaginu til Indlands.
* Stíllinn var ekki sérstaklega vinsæll hjá hermönnum, sem drukku áfram portera sem voru líka sendir út. Það var aðallega efri stéttin sem vildi fá þennan nýja, ljósa bjór.
* Steele telur að villiger (Brettanomyces) hafi komist í bjórinn á leiðinni og haft áhrif á bragðið.
* Hann lýsir síðan hvernig stíllinn þróast og nefnir að breskir bruggarar hafi notað ameríska humla fyrir um 120 árum, líklega Cluster.
Seinni hluti viðtalsins fjallar svo almennt um bruggun á IPA. Vonandi hafa fleiri hérna gaman af þessu