Saga India pale ale

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Saga India pale ale

Post by hjaltibvalþórs »

Ég rakst á viðtal á hinni frábæru Brewing Network síðu við Mitch Steele, bruggmeistara Stone. Hann skrifaði nýlega bók um IPA þar sem hann kafar djúpt í dularfulla sögu þessa magnaða stíls og verandi humlahaus með sagnfræðimenntun fannst mér þetta mjög áhugavert. Viðtalið er hér: http://s125483039.onlinehome.us/archive ... -09-12.mp3 en hérna er smá úrdráttur fyrir þá sem ekki hafa tíma til að hlusta (og spoiler fyrir hina!)

* Fyrstu IPA bjórarnir voru SMaSH með svokölluðu White malti (mjög ljóst Pale malt) og East Kent Goldings.
* Upprunalegu bjórarnir voru mun líkari nútíma amerískum IPA (í lit, styrk og beiskju) en klassísku ensku útgáfunni.
* Bjórinn var látinn eldast í 9-12 mánuði áður en hann var sendur austur, því þeir voru smeykir við sprengingar í tunnunum á rúmlega 6 mánaða ferðalaginu til Indlands.
* Stíllinn var ekki sérstaklega vinsæll hjá hermönnum, sem drukku áfram portera sem voru líka sendir út. Það var aðallega efri stéttin sem vildi fá þennan nýja, ljósa bjór.
* Steele telur að villiger (Brettanomyces) hafi komist í bjórinn á leiðinni og haft áhrif á bragðið.
* Hann lýsir síðan hvernig stíllinn þróast og nefnir að breskir bruggarar hafi notað ameríska humla fyrir um 120 árum, líklega Cluster.

Seinni hluti viðtalsins fjallar svo almennt um bruggun á IPA. Vonandi hafa fleiri hérna gaman af þessu :beer:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Saga India pale ale

Post by sigurdur »

hjaltibvalþórs wrote:Steele telur að villiger (Brettanomyces) hafi komist í bjórinn á leiðinni og haft áhrif á bragðið.
Úúú .. Brett í IPA - það hljómar eins og spennandi tilraun!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Saga India pale ale

Post by hrafnkell »

sigurdur wrote:
hjaltibvalþórs wrote:Steele telur að villiger (Brettanomyces) hafi komist í bjórinn á leiðinni og haft áhrif á bragðið.
Úúú .. Brett í IPA - það hljómar eins og spennandi tilraun!
Ansi mörg commercial dæmi til um það :)
Post Reply