Belgískt hveitiöl með gæsaberjum

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Belgískt hveitiöl með gæsaberjum

Post by gm- »

Þessi fer á flöskur á morgun, ansi bleikur, en lyktar mjög vel.
Er frekar einfalt hveitiöl gerjað með wyeast abbey ale (1214) og 2 kg af gæsaberjum bætt útí eftir vikugerjum. Hituðum berin upp í 80°C og stöppuðum með kartöflustappara áður en við kældum og settum útí carboyinn.

Image

Nokkrar myndir af ferlinu:
Gæsaberin í pottinum
Image
Orðin að mauki
Image
Komin í carboyin
Image
2 vikum síðar
Image
Gæsaberjaölið til vinstri, venjulegt hveitiöl til hægri
Image
Og komið á flöskur
Image
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Belgískt hveitiöl með gæsaberjum

Post by viddi »

Þetta lúkkar hrikalega vel. Gaman að sjá hvað menn eru að leggja mikinn metnað í límmiða. Spurning um nýjan keppnislið á keppniskvöldi Fágunar?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Belgískt hveitiöl með gæsaberjum

Post by bergrisi »

Flott, hef mjög gaman af svona skemmtilegum tilraunum og miðarnir flottir.

Sammála Vidda með miðana. Sumir hérna inni eru að gera hrikalega flotta hluti í þeim efnum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Belgískt hveitiöl með gæsaberjum

Post by Proppe »

Ég hélt þau hétu Blæjuber uppá ástkæru, ylhýru.
Gæti verið að ég sé að ruglast. Hvað er latneska heitið á þessum berjum sem þú brúkar?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Belgískt hveitiöl með gæsaberjum

Post by gm- »

Proppe wrote:Ég hélt þau hétu Blæjuber uppá ástkæru, ylhýru.
Gæti verið að ég sé að ruglast. Hvað er latneska heitið á þessum berjum sem þú brúkar?
Þetta er víst Ribes uva-crispa, samkvæmt wikipedia heita þau stikkilsber á íslensku, góð ber, ekki ólík rifsberjum en stærri og örlítið sætari.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Belgískt hveitiöl með gæsaberjum

Post by Proppe »

Ljómandi huggulegt. Ruglið var mitt.
Vonandi að þetta sé jafn gott og það lítur út fyrir að vera.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Belgískt hveitiöl með gæsaberjum

Post by gm- »

Fyrsta smakk í kvöld, er nokkuð sáttur, Belgíska gerið og ávaxtabragðið af berjunum spila vel saman. Hugsa næst að ég noti örlítið minna af berjum, notaði tæp 3 kg og það var sennilega of mikið þar sem bjórinn er þónokkuð súr, hugsa að ef ég nota helmingi minna þá muni þetta koma rosalega vel út.

Lítur ansi vel út í glasi
Image
Image
Post Reply