Foxhound Extra Special Bitter

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Foxhound Extra Special Bitter

Post by gm- »

Smellti þessum á flöskur í gær, bragðaðist mjög vel.

IBU: 45
OG: 1.059
FG: 1.011
Batch size: 5 gal (US)

Uppskrift:
4.5 kg Marris Otter Pale malt
0.5 kg Crystal 60L
30 gr Northern Brewer á 60 mín
30 gr Fuggles á 5 mín
30 gr Willamette á 5 mín

Þurrhumlað með 30 gr af Willamette eftir 10 daga gerjun.

Sett á flöskur eftir 3 vikur, primað með 70 gr af dexterósa

Image
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Foxhound Extra Special Bitter

Post by viddi »

Lítur vel út og frábærir miðarnir. Fluttirðu sjálfur inn Maris Otter? Með hverju gerjaðirðu þetta?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Foxhound Extra Special Bitter

Post by gm- »

viddi wrote:Lítur vel út og frábærir miðarnir. Fluttirðu sjálfur inn Maris Otter? Með hverju gerjaðirðu þetta?
Takk fyrir, er mjög sáttur með þessa miða.

Ég bý ekki á Íslandi, þannig að það var auðvelt fyrir mig að fá Marris Otter, keypti bara 25 kg sekk.
Ég gerjaði þetta með White Labs WLP 002 English Ale Yeast, á að vera frá Fullers. Hugsa að ég prófi þennan aftur og gerja helming með WLP 002 og helming með S-04 til að skoða muninn.
Post Reply