Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by halldor »

Nú fer að styttast í bjórgerðarkeppni Fágunar 2013. Þetta árið verður úrslitakvöldið haldið laugardaginn 13. apríl
Gert er ráð fyrir að skila þurfi innsendingum fyrir 11. apríl
Sérstakur fókus verður á allar gerðir IPA í ár og verður sérstakur IPA flokkur sem allir IPA lenda í.
Hér má sjá nánari útlistun á IPA flokkunum: http://www.bjcp.org/2008styles/style14.php" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Flokkarnir eru:
1. IPA - allar týpur af IPA
2. 5,999% alc/vol og undir
3. 6% alc/vol og yfir

Eins og fyrri ár er ein frí innsending fyrir meðlimi, en 1500 kr. á hverja innsendingu eftir það.
Einnig er frítt inn á úrslitakvöldið fyrir meðlimi en kostar 1500 kr fyrir aðra

Allt útlit er fyrir að lokakvöldið verði haldið á KEX líkt og í fyrra og við gerum ráð fyrir að hafa nóg af fríum bjór fyrir alla (að því gefnu að brugghús landsins verði jafn gjafmild og í fyrra).

Nánari upplýsingar um þennan viðburð koma í nýjum þræði á allra næstu dögum. Endilega póstið spurningum, hugmyndum hér í þráðinn ef ykkur sýnist :)

f.h. stjórnar
Halldór
Plimmó Brugghús
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by bergrisi »

Frábært. Þetta er líka fríhelgi hjá mér svo ég mæti.

Vona að IPA bjórinn sem ég var að gera í gær komi vel út.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by halldor »

Ég vil benda mönnum á að taka frá kippu af þeim bjórum sem þeir hyggjast senda í keppnina.
Að öllum líkindum þarf 6 x 330 ml flöskur að lágmarki.

Koma svo... brugga!
Plimmó Brugghús
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by Oli »

Vestfirðingarnir stefná á að mæta í ár.
En maður spyr sig hvort það sé ekki feykinóg að senda inn 4x330 ml flöskur, ætti að duga fyrir dóma og vel það?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by gm- »

Hmm, spurning um að reyna að senda inn IPAinn minn, hefur einhver reynt að senda heimabrugg í pósti til landsins? :roll:
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by hjaltibvalþórs »

gm- wrote:Hmm, spurning um að reyna að senda inn IPAinn minn, hefur einhver reynt að senda heimabrugg í pósti til landsins? :roll:
Ég veit amk. um marga sem reyna að koma öðrum ólöglegum vímugjöfum hingað til lands ;).
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by hrafnkell »

Líklega ekkert stórmál að senda það hingað, en spurning hver vill borga áfengisgjöldin og svona. Fer líka eftir því hvaða tollara maður lendir á... Líklega ekki þess virði að reyna :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by bergrisi »

Ég veit amk. um marga sem reyna að koma öðrum ólöglegum vímugjöfum hingað til lands
Ég held að þú sért í slæmum félagsskap.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by hjaltibvalþórs »

bergrisi wrote:
Ég veit amk. um marga sem reyna að koma öðrum ólöglegum vímugjöfum hingað til lands
Ég held að þú sért í slæmum félagsskap.
Hmmm kannski ekki besta leiðin til að orða þetta hjá mér. Þekki þá vitanlega ekki persónulega :D .

Annars var spurt um innflutning á heimabruggi í öðrum þræði og svar tollayfirvalda var: "Það er ekki heimilt að koma með heimalagað". Ég veit ekki hvort það nái yfir sendingar til annara samt.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by gunnarolis »

Lendir IPA sjálfkrafa bara í IPA flokknum.

Segjum að maður bruggi 10% IIPA, á hann engan séns á að vinna í stóra flokknum?

Venjulegur 5-6% IPA á frekar lítinn séns í flokki ef hann er flokkaður með IIPA, eru þeir saman í flokki samt?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by hrafnkell »

Verða einhverjir flokkar fyrir utan IPA? Eða eru bara nokkrir IPA flokkar og málið dautt?
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by karlp »

hrafnkell wrote:Verða einhverjir flokkar fyrir utan IPA? Eða eru bara nokkrir IPA flokkar og málið dautt?
dislike!

more info on what the other gravity breaks will be please!

can we please also see about just requiring 4x330ml?
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by hrafnkell »

Nú eru um 1.5 mánuður í úrslitakvöldið og engar almennilegar upplýsingar komnar um flokkana... Hvað tefur? Ef flokkarnir verða eins í fyrra + IPA flokkur er ekki fínt að koma því á framfæri?

Það væri voða næs að fá svona á hreint með betri fyrirvara... Það er seinasti séns að fara að brugga eitthvað í keppnina núna á næstu dögum. Og stór flokkur er væntanlega out nema fyrir fólk sem á eitthvað fyrir.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by Oli »

Sammála þeim tveimur hér á undan :skal:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by halldor »

Flokkarnir eru...

1. IPA - allar týpur af IPA
2. 5,999% alc/vol og undir
3. 6% alc/vol og yfir

Svo vill stjórnin taka það fram að, fyrir utan bjór á bilinu 5,999% - 6,000%, munu þessir flokkar taka við ÖLLUM bjórum, þannig að það er óþarfi að hafa áhyggjur.
RDWHAHB
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by halldor »

gunnarolis wrote:Lendir IPA sjálfkrafa bara í IPA flokknum.

Segjum að maður bruggi 10% IIPA, á hann engan séns á að vinna í stóra flokknum?

Venjulegur 5-6% IPA á frekar lítinn séns í flokki ef hann er flokkaður með IIPA, eru þeir saman í flokki samt?
Afsakaðu sein svör.

Já. IPA lendir sjálfkrafa í IPA flokknum sem grípur alla IPA.

10% IPA á ekki séns á að vinna stóra flokkinn, þar sem hann er í IPA flokki.... eeeeeeen hann á möguleika á að vera valinn bjór keppninnar (1st place overall)

Að sjálfsögðu myndum við vilja hafa 30 flokka en eins og gefur að skilja höfum við hvorki dómarafjölda, né fjölda innsendinga til að réttlæta það.

Vonandi svarar þetta öllu.
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by halldor »

hrafnkell wrote:Verða einhverjir flokkar fyrir utan IPA? Eða eru bara nokkrir IPA flokkar og málið dautt?
Afsakaðu sein svör.

1. IPA - allar týpur af IPA
2. 5,999% alc/vol og undir
3. 6% alc/vol og yfir

Yfir og út
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by halldor »

karlp wrote:
hrafnkell wrote:Verða einhverjir flokkar fyrir utan IPA? Eða eru bara nokkrir IPA flokkar og málið dautt?
dislike!

more info on what the other gravity breaks will be please!

can we please also see about just requiring 4x330ml?
Sorry for the delay...

See "gravity break" in above post.
Hopefully we can make due with 4x330ml bottles, but don't count on it. So please put aside 6x330ml bottles to be sure to have enough.
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by halldor »

hrafnkell wrote:Nú eru um 1.5 mánuður í úrslitakvöldið og engar almennilegar upplýsingar komnar um flokkana... Hvað tefur? Ef flokkarnir verða eins í fyrra + IPA flokkur er ekki fínt að koma því á framfæri?

Það væri voða næs að fá svona á hreint með betri fyrirvara... Það er seinasti séns að fara að brugga eitthvað í keppnina núna á næstu dögum. Og stór flokkur er væntanlega out nema fyrir fólk sem á eitthvað fyrir.
Eins og alltaf höfum við haft category-urnar þannig að þær grípi alla bjóra. Það verður engin breyting á þetta árið né heldur hefur það verið gefið í skyn.
Plimmó Brugghús
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by ulfar »

Var að tappa eina bjórnum sem ég á. Nú hafa gerlarnir einn mánuð + 2 daga til þess að búa til kolsýru. Krossa fingur að hann bragðist vel.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Post by Oli »

ulfar wrote:Var að tappa eina bjórnum sem ég á. Nú hafa gerlarnir einn mánuð + 2 daga til þess að búa til kolsýru. Krossa fingur að hann bragðist vel.
Ef það þarf að senda bjórana inn 3.apríl hlýtur að vera forkeppni helgina 6-7 apríl eða hvað?.
Gerlarnir þurfa því að vinna hraðar! ;)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply