Ferðir í brugghús

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Ferðir í brugghús

Post by hallur »

Ágæta samkoma.

Þar sem fjölgun hér hefur verið talsverð þá þykir mér rétt að benda á að margir af okkur ungliðunum hér höfum aldrei farið í brugghús að skoða og smakka. Eeeer ekki kominn tími á svoleiðis ferð? Ég sting upp á að farið verði á Snæfellsnes eða bara aftur í Ölvisholt. Svo sting ég upp á því fyrir næsta sumar að einhverjir stórhuga menn fari bjórhringinn og kynni sér allar bjórgerðir landsins.
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Ferðir í brugghús

Post by Idle »

Til er ég! Var þó ekki síðasta ferð aðeins fyrir fullgilda meðlimi Fágunar, þ. e. þá sem hafa greitt einhver félagsgjöld? Ég rak augun í eitthvað slíkt um daginn, en get ekki með nokkru móti fundið þær upplýsingar aftur.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ferðir í brugghús

Post by hallur »

Ég komst ekki á fyrsta fund eftir að ég kom hér inn þannig að félagsgjöld gat ég ekki greitt. Ég hins vegar stefni á að mæta á næsta fund og mæti þá með fjögurþúsundkallinn í vasanum.
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ferðir í brugghús

Post by Eyvindur »

Jú, það er hárrétt að allir skipulagðir viðburðir á vegum Fágunar eru eingöngu fyrir vottaða meðlimi í félaginu, sem þurfa reglum samkvæmt að greiða 4.000 krónur á ári í félagsgjald.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Ferðir í brugghús

Post by Idle »

Eru reglur félagsins skráðar einhversstaðar, öðrum til glöggvunar? Í hvað eru félagsgjöldin svo notuð? :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Ferðir í brugghús

Post by Eyvindur »

Þar sem einhverjum snillingum datt í hug að neyða mig til að hreinskrifa og skjalfesta reglurnar, og ég hef sjaldan tíma til nokkurs og þess á milli nenni ég engu, á enn eftir að skjalfesta þær endanlega.

Félagsgjöldin eru notuð til að standa straum af kostnaði við þennan vef (hýsingu og lén) og svo fer afgangurinn í að gera okkur glaðan dag á árshátíð, eða það var allavega hugmyndin.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply