Ég ákvað að mæla gravity á þessu áðan og það reyndist vera 1.010 sem kom mér í opna skjöldu.
Smakkið reyndist líka fínt. Frekar mikil humlalykt eins og við var að búast og bragðið bara létt en kannski frekar beiskt.
Þessi fer allavega á flöskur og svo kemur í ljós hvað verður úr honum

Mér fannst hann frekar skýaður og litlar agnir á sveimi í prufunni.
Ég er annars með tvær spurningar.
1. Ætti ég að smella honum á flöskur núna eða setja í secondary? Þann part af bjórgerðinni hef ég ekki alveg náð. Í víninu er það alltaf gert en finnst eins og menn hafi misjafnar skoðanir á því í bjórnum.
2. Mig langar að fá smá hunangskeim af honum ef það er ekki of seint. Væri hægt að carbonata hann með hunangi í staðinn fyrir sykri? Eða hefur það lítið áhrif á bragðið?
Hann má alveg við því að verða aðeins sætari þar sem hann er í 1.010 ekki satt?
/Simmi