Úti eða innigerjun

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Úti eða innigerjun

Post by gosi »

Sælt veri fólkið.

Nú er ég að pæla með næstu gerjun.

1) Nota bala með vatni og hafa hann úti. Svartur ruslapoki yfir eða eitthvað sem blokkar sól.

2) Kaupa mér hitara fyrir fiskabúr og dælu. Gera svo nákvæmleg það sama og nr 1.

3) Hafa balann inni með vatni, setja bol eða handklæði (hvort er betra?) yfir. Hef bara kost á 23c inni á baði. (Konan leyfir ekki annað).

Var að spá í með þessar aðferðir. Ef ég nota nr 2. Ætli hitarinn geti eyðilagt rafmagnskerfið því hann er í stöðugri notkun?
Þar er hægt að fá 18 gráður en hitinn úti gæti minnkað það eitthvað. Nema ég geri þá lager.

Væri 1 best fyrir lager eða 2 líka. Nú er náttúrulega kalt úti, kannski ekki hægt að lagera við 10c eða svo eða gera öl við 18c.

Svo er það nr 3. Hafa menn gert þetta? Hvort er best að nota, bol eða handklæði? Ætli þetta sé nóg til að lækka hitann niður í 18c eða svo?

Eitt enn, hvað hitar gerið vökvan mikið upp. Ca 1 pakki af US-50 og 20L.

Er í stökustu vandræðum með þetta.

Þið afsakið ef þetta er eitthvað ruglingslegt.

Hvað segið þið um það? Einhverjar lausnir?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Úti eða innigerjun

Post by bergrisi »

Hvaða bjór ertu að gera?

Ef þú ert að gera öl þá gætir þú verið með þetta inná baði og með blautan bol. Ég náði að lækkka hitastig á gerjun um 5 gráður með því að nota blautan kaldan bol utan um gerjunarfötuna. Skiptir tvisvar á dag og helst oftar.

Að gerja úti núna í feb myndi ég ekki treysta á.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Úti eða innigerjun

Post by gosi »

Hvaða bjór ertu að gera?
Engann sérstakan. Er bara að tala um almennt, svona fyrir framtíðina.

Væri ekki möguleiki á að nota þennan fiskabúrshitara til að halda hitanum úti. Ég get nefnilega ekki lækkað inni á bað, 23c er lægsti hiti sem ég get náð.

Ætli ég noti ekki þá bara bolaaðferðina.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Úti eða innigerjun

Post by bergrisi »

Ég verð nú bara að viðurkenna að ég fatta ekki þetta fiskabúrsdæmi. Hjá mér er svo kalt úti að ég hef enga trú á að það sé hægt að stýra því. En með lagerbjóra viltu vera með um 10 gráður en með öl viltu vera með um 18-20 og þú nærð því með blautsbols aðferðinni.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Úti eða innigerjun

Post by hrafnkell »

Blautur bolur hugsa ég. Hitarinn þarf að vera ansi stór ef þú ætlar að halda vatninu 10-20 (jafrnvel 30) gráðum yfir umhverfishita. Það á ekki að vera stórmál að finna útreikninga yfir hvað þú þarft mörg wött. Sem dæmi þá er 50W hitari venjulega nóg á 50-100 lítra fiskabúr og halda því ca 5 gráðum yfir umhverfishita.

Vifta á bolinn hjálpar svo enn meira, 1-3 gráður af í viðbót.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Úti eða innigerjun

Post by gosi »

Ef að fiskabúrsdæmið virkar ekki þá bara beila ég á það.
Var bara svona að pæla í þessu.

Ég stekk bara á þetta blautbolsdót og athuga hvort það virki ekki hjá mér.
Attachments
Untitled.png
Untitled.png (69.78 KiB) Viewed 11218 times

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Úti eða innigerjun

Post by viddi »

Ég pældi mikið í þessu með fiskabúrshitara á tímabili en endaði með hitastýrðan kæliskáp til að gerja í. Held að það sé mun minna fyrirtæki og happadrýgra til lengri tíma litið. Hægt að fá gefins kæliskápa á bland.is og ódýrt að koma sér upp stýringunni í þá.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Úti eða innigerjun

Post by gosi »

Það vill svo óheppilega til að ég bý í lítilli íbúð og konan yrði ekki sátt við ísskáp á miðju gólfi.
Hef ekkert annað pláss fyrir hann.

Annars hefði sú hugmynd verið sett í gang.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Úti eða innigerjun

Post by drekatemjari »

Ég prufaði að klæða Gerjunarfötuna í blautan bómullarbol og setja hana í bala hálffullan af köldu vatni.
Ambient hitastig í herberginu var 18,7 en fatan náði að haldast í 16,4 gráðum.
Þetta gerði ég inni í geymslu og því var ekki mikil hreyfing á loftinu en ég held að með viftu hefði ég getað náð enn meiri kælingu en ég þurfti þess þó ekki fyrir þennan bjór.
Ég er nokkuð viss um að þú náir gerjunarfötunni undir 20 gráðurnar með þessari aðferð en þá gæti líka hjálpað að loka ekki inn á bað til að halda loftinu á hreyfingu eða verða þér úti um viftu.

Hitastigið í gerjunarfötunni getur hækkað nokkrar gráður upp yfir ambient hita í herberginu ef ekki er notast við neina kælingu og fer það eftir því hversu aggressive gerjun er í gangi og hvort það sé einhver hreyfing á loftinu. Ég hef verið að mæla hitann á gerjunarfatinu 2-4 gráðum yfir herbergishita þegar mest activity er í gangi í illa loftræstu geymslunni minni.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Úti eða innigerjun

Post by gosi »

drekatemjari, ég held að þessar uppl. komi sér ansi vel. Ég er búinn að redda mér viftu, núna þarf ég bara að prófa þetta og athuga hversu neðarlega ég næ að halda þessum hita.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Post Reply