Þar sem þetta er í bjórgerðarspjallinu geri ég ráð fyrir að þú sért að hugsa um græjur/hráefni fyrir bjór. Þar er Maltbazeren aðalbúðin hér í köben, mikið úrval af allskonar græjum og eru með mikið af því í búðinni svo maður getur skoðað hlutina. Flest starfsfólkið þar hefur mjög góða þekkingu á bjórbruggun og græjunum. Það eru hins vegar líka nokkrar búðir út á landi þar sem oft er annað úrval af humlum og slíku og eru með sæmilegustu heimsendingarþjónustu helstu eru t.d. brygladen.dk og hjemmebryggeren.dk omfl