Vökvatap við suðu.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Vökvatap við suðu.

Post by hallhalf »

Sælir félagar, við bruggfélagarnir suðum lögn nr. 2 um daginn (Tri-centennial) og þar sem við ákváðum í byrjun að betrumbæta aðstöðu okkar (alla vegna eitt atriði) við hverja lögun þá smíðuðum við okkur gufugleypi úr þurrkarabarka, 4 tommu loftræstiviftu og lampaskerm. Að suðu lokinni höfðu gufað upp tæpir 12 lítrar (úr 27 l.niður í 15 l). Okkur datt í hug hvort suðan hefði verið of öflug eða hreinlega að gufugleypirinn hefði einfaldlega leitt til þess, að uppgufunin varð svona mikil. Við lentum ekki í svona mikilli uppgufun í fyrstu lögununni okkar án gufugleypis. Hefur einhver svipaða sögu að segja ?

Bestu kveðjur
Halldór
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Vökvatap við suðu.

Post by hrafnkell »

Nokkuð ólíklegt að það hafi gufað upp 12 lítrar... Nokkrir lítrar hafa verið fastir í korninu (ca. jafn margir lítrar og þyngdin á korninu). Svo hefur gufugleypirinn líklega tekið aðeins meira en þið eruð vanir, og svo þarf örlítið meira vatn í byrjun í tricentennial heldur en t.d. beecave því það er meira af korni í henni.

Þetta er venjulega eitthvað sem maður þarf að stilla sig af með tímanum. Hvað var gravity á bjórnum eftir suðu?
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Re: Vökvatap við suðu.

Post by hallhalf »

Ég gleymdi að sjálfsögðu að gera ráð fyrir því vatni sem kornið tók upp. Potturinn okkar er ekki með kvarða þannig að ég veit ekki hver lítrafjöldinn var fyrir suðu. Engu að síður var þessi mikli munur á milli laganna, við bætum bara smá vatni við næst.

Við mældum ekki sykurmagnið eftir suðuna.

Halldór
EG&BT
Villigerill
Posts: 15
Joined: 10. Oct 2012 18:18

Re: Vökvatap við suðu.

Post by EG&BT »

Slökktu á öðru elementinu við suðuna, það er engin ástæða til að láta það ganga. Það tvöfaldar bara það magn sem gufar upp / tapast.
Þetta sýður fínt á einu elementi.
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Re: Vökvatap við suðu.

Post by hallhalf »

Við notuðum reyndar própangas við suðuna, það er eldavél ætluð til útieldunar. Það er mjög auðvelt að tempra gasflæðið í svoleiðis græju, við höfum líklega soðið of kröftuglega. Ég er samt hissa á því að fleiri noti ekki gasið.

Halldór.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Vökvatap við suðu.

Post by hrafnkell »

hallhalf wrote:Við notuðum reyndar própangas við suðuna, það er eldavél ætluð til útieldunar. Það er mjög auðvelt að tempra gasflæðið í svoleiðis græju, við höfum líklega soðið of kröftuglega. Ég er samt hissa á því að fleiri noti ekki gasið.

Halldór.
Gasið er nokkrum sinnum dýrara en rafmagn hér í klakalandi :) Ef þú miðar við prís per Wh. Og græjurnar venjulega líka (amk brennarinn) óhentugt að mörgu leyti líka finnst mörgum. Það eru þó nokkrir sem nota gasið hérna.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Vökvatap við suðu.

Post by æpíei »

Ég slekk alltaf á öðru elementinu þegar suða er komin upp. Ég set lokið ofan á til að hjálpa við að halda hitanum inni, passa mig samt að loka ekki alveg því þá sýður uppúr. Ég er með plastlok sem hafa svona gúmmítúðu á til að setja vatnslá í. Það er gott að hafa túðina fyrir utan brúnina á fötunni því lokið á til að renna til og loka of mikið, en stoppar þá á túðunni.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Vökvatap við suðu.

Post by hrafnkell »

æpíei wrote:Ég slekk alltaf á öðru elementinu þegar suða er komin upp. Ég set lokið ofan á til að hjálpa við að halda hitanum inni, passa mig samt að loka ekki alveg því þá sýður uppúr. Ég er með plastlok sem hafa svona gúmmítúðu á til að setja vatnslá í. Það er gott að hafa túðina fyrir utan brúnina á fötunni því lokið á til að renna til og loka of mikið, en stoppar þá á túðunni.
Mæli ekki með að hafa neitt til að loka á suðuna - Þú *vilt* að það gufi slatti upp.
Post Reply